21.08.1913
Efri deild: 35. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 640 í B-deild Alþingistíðinda. (2001)

94. mál, kosningar til Alþingis

Steingrímur Jónsson:

Jeg styð tillögu háttv. þm. N,-Múl: (E. J.) um að taka mál þetta út af dagskrá og vil jafnframt benda háttv. nefnd á, að mjer virðist dálítið ósamræmi milli 1. og 2. brtill., sem veldur því, að jeg get ekki almennilega greitt þeim atkvæði, eins og þær eru nú, en hinsvegar er mjer illa við að fella greinina. Ennfremur vil jeg benda háttv. nefnd á, að í 8. gr. stendur, að taka skuli upp í þessi lög viðauka þá og breytingar á kosningarlögum 3. okt. 1903, sem og breytingar á þeim lögum 9. júlí 1909, og hygg jeg, að varla sje hægt að koma því við, nema ákvæði laganna sje tekið upp í þennan texta, og væri rjettara fyrir háttv. nefnd að athuga þetta nokkru nánar.