21.08.1913
Efri deild: 35. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 641 í B-deild Alþingistíðinda. (2003)

94. mál, kosningar til Alþingis

Einar Jónsson:

Mjer nægir ekki sú skýring, sem jeg hef fengið um sambandið milli 1. og 2. málsgreinar. Jeg þykist skilja, að í fyrri málsgreininni sje átt við, að oddviti skuli ekki víkja fyr en opna á kassana, en orðalagið helgar ekki þetta, og hefði átt að orða þetta öðruvísi og segja: „ekki fyr en opna skal atkvæðakassana“, og væri það þá nægilega skýrt. Jeg stakk áðan upp á, að taka þetta mál út af dagskrá, og álít það enn heppilegt. Jeg er samþykkur hv. þm. Strand., að tíma takmarkið — 6 stundir — sje óþarflega langt; það getur jafnvel hjálpað til að venja menn á óstundvísi, en það er nóg til af henni samt. Kosningum getur víðast verið lokið á tveim til fjórum klukkustundum, og álit jeg þetta því óþarfa.