22.08.1913
Efri deild: 36. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 664 í B-deild Alþingistíðinda. (2024)

43. mál, samþykktir um hringnótaveiði

Jósef Björnsson, framsögumaður meiri hlutans; Jeg vildi aðeins taka það fram gagnvart því, sem háttv. 2. þm. N.- Múl. (E. J.) sagði um ósamræmi milli, 1. og 3. gr., eða rjettara sagt að 3. gr. væri ónákvæm samkvæmt frumvarpinu að öðru leyti, þá er þetta ekki fullkomlega rjett hjá hinum háttvirta þingmanni. Því að í 1. gr. stendur, að sýslunefndir megi gera samþyktir um síldveiðar með herpi- nót, og það eru einmitt þessar samþyktir, sem verða lagðar fram á fundi þeim, sem um er rætt í 3. gr., svo að hjer er alls ekki um ósamræmi að ræða milli 1. og 3. gr. Þessi athugasemd hins háttv. þingmanns er því ekki fyllilega rjettmæt, en nefndin, er þrátt fyrir það bæði honum og öðrum þakklát fyrir þær athugasemdir, sem þeir hafa gert við frv. og skotið til nefndarinnar. Að því er snertir andmæli háttv. minni hluta gagnvart frv., þá er ekki miklu þar til að svara. Aðeins má geta þess, að þegar um samþyktaratriði er að ræða,. þá má ávalt búast við því, að einhverjir sjeu, sem álíta, að samþykt sú, sem verið er að gera, sje ekki heppileg, en að mínu áliti er ekkert athugavert við það, þótt. einstakir menn verði að beygja sig undir meiri hlutann. Hagsmunir fjöldans verða að ganga fyrir hagsmunum einstaklinganna, og þótt einstakir menn áliti, að á sig sje hallað, þá á það eigi að standa í vegi fyrir því, að samþyktin sje gerð, ef hagsmunir fjöldans mæla með því. Og það er skoðun mín, að hagur fjöldans af takmörkunum þeim, er hjer ræðir um að gera á rjetti einstaklinganna sje miklu meiri en þau óþægindi, sem af þeim geta leitt fyrir þá fáu menn, sem nú stunda hringnótaveiði á hinu umrædda svæði.