16.07.1913
Neðri deild: 12. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 264 í C-deild Alþingistíðinda. (205)

55. mál, skipun læknishéraða

Flutnm. (Skúli Thoroddsen):

Eins og mönnum er kunnugt, var landinu með lögunum frá 16. Nóv. 1907 skift í alls 43 læknishéruð, og ákveðið að að aðstoðarlæknar skyldu og vera á Ísafirði og Akureyri.

En þrátt fyrir það þótt læknisembættum væri þannig fjölgað að mun frá því sem áður hafði verið, heyrast þó enn síumkvartanir frá landsbúum, eins og greinilega hefir komið í ljós á síðustu þingum, þar sem ávalt hafa komið fram ný og ný frumv. um stofnun nýs læknishéraðs, ýmist hér eða þar.

Frumv., sem hér liggur fyrir, er nú gamall kunningi, bæði frá þinginu 1911 og 1912, og fer í þá átt, að Ísafjarðarlæknishéraði verði ekki í tvö læknishéruð, þannig, að Hólahreppur, ásamt Bolungarvíkurverzlunarstað, verði gert að sérstöku læknishéraði. Þeir sem hlut eiga að máli, menn í mínu kjördæmi, hafa — þarfarinnar vegna fundið sig knúða til að óska þess, að mál þetta væri borið fram aftur og aftur. Að vísu er vegalengdíu milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur ekki mikil, en á vetrum getur sjóleiðin oft verið tept, jafnvel eigi í viku, en lengur; en á landi er ókleift að fara að vetrinum, og þá einatt fótgangandi, og — yfir torfærur að sækja að sækja, „Pollinn“ og „Ófærurnar“, þar sem neyta verður kaðla o. fl., til að komast þar yfir. — Hætta og einatt af ofanfalli, og “hlíðin„, þ. e. Óshlíðin, því stundum alófær.

Auk þess getur oft staðið svo á, þótt komist verði til Ísafjarðar, að læknirinn treysti sér eigi til að fara, eða sjái sér það ekki fært vegna annara anna.

Kostnaðurinn, er af því stafar að sækja lækni til Ísafjarðar, er einatt mjög tilfinnanlegur, segjum 20–30 kr., og þó enn meiri ef flutningsmönnunum legast, svo að fátæklingum verður vitjun læknis oft algerlega ókleif.

Mannfjöldinn í Bolungarvíkurkaupstað fer og sívaxandi, og munu nú vera þar heimilisföst 11–12 hundruð manna, þ. e. í verzlunarstaðnum sjálfum. — En þar við bætist svo hreppurinn, að meðtalinni Skálavík ytri.

En skipun læknis í Bolungarvíkurverzlunarstað er ekki einungis nauðsyn vegna þeirra sem þar eiga heima og þegar voru nefndir, heldur sækir og þangað árlega, frá nýári og til vorvertíðarloka — og allra helzt þó yfir vorvertíðina, þ. e. frá páskum til Jónsmessu (þ. e. 24. Júní), eða þar um — fjöldi aðkomumanna til sjóróðra, bæði frá hreppunum við Djúpið, frá Ísafirði, Vestur-Ísafjarðarsýslu, Húnaflóa, úr Strandasýslu, og jafnvel úr Dala- og Barðastrandarsýslum. Vona eg því að háttv. þingmenn téðra kjördæma geri og sitt ýtrasta til að styðja framgang þessa mála.

Mótorbátaútvegurinn gerir líka þörfina enn meiri, vegna slysa, sem af upp- og ofansetningu bátanna hefir leitt.

Vegna þess, hve mikill fólksfjöldi er á þessu svæði, tel eg víst, að staða læknis myndi verða þar all-lífvænleg.

Vil eg og að endingu benda á, að eg hefi bætt inn í frumvarpið, að lögin skuli ekki koma til framkvæmda fyr en sérstakur læknir er skipaður í Hólshérað, svo að fyr bakar frumvarpið því landssjóðnum alls engan kostnað.

Vil eg svo mæla með því, að frumvarpið gangi til 2. umr. og álít að vísu óþarft að setja það í nefnd. En ef menn vilja vísa því til læknanefndarinnar, mun eg þó ekki verða á móti því.