25.08.1913
Efri deild: 38. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 693 í B-deild Alþingistíðinda. (2050)

43. mál, samþykktir um hringnótaveiði

Júlíus Havsteen:

Jeg tók það fram við síðustu umræðu, að jeg teldi vafasamt, að þetta frv. væri í samræmi við lög 14. des. 1877 um fiskiveiðar á opnum bátum. Í lögunum stendur, að sektirnar megi ákveða 100 kr., en hjer alt að 500 kr. Þetta ógildir Iögin ekki að vísu, en það er hætt við, að menn villist á þessu, og sektir verði ákveðnar, sem ekki eru í samræmi við gildandi Iög. Hjer er óákveðið, hvort sektirnar eigi að renna, en í lögunum frá 1877 er ákveðið, að þær skuli renna í fátækrasjóð.

Brtill. fer víst í bága við þingsköpin. Jeg vildi aðeins skjóta því til háttv. forseta.

Jeg skal og geta þess, að jeg man ekki nú í svipinn, hvort Skagafjörður er lokaður fjörður eða ekki.