25.08.1913
Efri deild: 38. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 694 í B-deild Alþingistíðinda. (2052)

43. mál, samþykktir um hringnótaveiði

Jósef Björnsson, framsögumaður:

Jeg er þakklátur háttv. 6. kgkj., fyrir undirtektir hans undir frv. Jeg skal taka það fram, að nefndin hefur ekki tekið það atriði, sem hann síðast mintist á, til sjerstaklegrar íhugunar, því hún þykist þess fullviss, að landhelgin nái langt út fyrir línuna, og ber jeg því engan kvíðboga fyrir, að þetta reki sig á landhelgisákvæðin. En þó svo væri, að fjörðurinn væri ekki lokaður út fyrir línuna, þá sje jeg ekki, að brtill. þyrfti að koma í bága við gildandi lög, því að samþyktirnar þyrftu ekki að ná út yfir hið lögheimilaða svið. Annars vil jeg gjarna verða við ósk hins háttv. þm. um að taka málið út af dagskrá, ef háttv. deild vill leyfa það.