28.08.1913
Efri deild: 41. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 707 í B-deild Alþingistíðinda. (2071)

91. mál, kornforðabúr til skepnufóðurs

Guðm Björnsson, framsögumaðnr:

Jeg vona, að hv. forseti leyfi mjer að svara einokunarræðu hv. þm. V.-Skaftf. (Sig. Egg.) örfáum orðum. (Forseti: Já, örfáum orðum). Annars er erfitt að svara hv. þm. í stuttu máli; þetta mál er stærra en svo. En alt annað er þetta en kolaeinokunin, að telja lögskorðaðan kaupfjelagsskap hættulegan fyrir frelsi þjóðarinnar, eins og hv. þm. gerði, er hin stærsta fjarstæða, og marghrakið.

En þótt erfitt sje að svara í fám orðum, þá vil jeg þó segja þetta.

Hjer er að ræða um aðallífsnauðsyn þjóðarinnar, kornvöru, og ef heil sveit verður uppiskroppa, þá vofir yfir stór hætta; það er því skylda þjóðfjelagsins að tryggja það, að slíkt komi ekki fyrir. Það væri með öllu óforsvaranlegt af þjóðfjelaginu, að láta slíkt nauðsynjamál afskiftalaust.

Þar sem vatnið er tekið sem dæmi í nefndarálitinu, þá er það aldrei nema rjett. Hjer í Reykjavík var ekki kostur á góðu drykkjarvatni, og til þess að fá það gott,. var engin önnur leið fyrir hendi en einokun.

Hjer er sama að segja.

Það er brýn nauðsyn, að þjóðin tryggi sjer það, að hafa til nóg korn á vorin og altaf, alveg eins og Reykvíkingar trygðu sjer vatnið.

Alt öðru máli er að gegna nm kolaeinokunina, er hv. þm. V: Skaft. (S. E.j mintist á; hún var borin fram til þess, að landssjóður græddi á henni, en einokun á kornvörum er alls ekki haldið fram til þess að útvega landssjóði tekjur, heldur til þess að útvega landsmönnum nægan kornmat.

Og til þess að spara öðrum ómak, þá vil jeg svara hv. þm. V.-Skft. (S. E.), þar sem hann hallaði á bændaflokkinn. Jeg vil bera ámæli af þeim flokk, þótt jeg ekki sje þar fjelagi. Og mjer finst það ekki vera nema einkar eðlilegt, þó að bændur skilji þetta og finni betur en aðrir.

Af hverju stafa hinar miklu framfarir,. er orðið hafa í búnaði á síðari tímum? því er víst fljót svarað: Vaxandi samvinna! Og hjer er um vaxandi samvinnu að ræða. Nú eru kaupfjelög í flestum sveitum landsins, og þau hafa deildir í öllum sveitum. Og þar sem kaupfjelögin hafa gefizt yfirleitt vel, og menn sjeð, að það er verzlunarleið framtíðarinnar, þá er eðlilegt, að bændur sjái að þetta er framtíðarúrræðið til þess að tryggja þjóðinni nægar kornbirgðir. Það er ekki nóg að hrópa einokun! persónufrelsi! eða hafa önnur stóryrði. Það þarf röksemdir.

Jeg skal ekki gera þetta að frekara umtalsefni hjer, því jeg tel það ekki rjett, þar sem það ekki kemur til atkvæða. En þetta á að verða að umræðuefni í hverri veit á landinu.