29.08.1913
Efri deild: 42. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 725 í B-deild Alþingistíðinda. (2088)

68. mál, bygging, ábúð og úttekt jarða

Einar Jónsson:

Jeg vildi svara háttv. þm. Ísaf. (S. St.) nokkrum orðum, þar sem hann mintist á kúgildin. Ákvæðið um, að leiguliði geti losnað við kúgildin er ef til vill athugavert, að því er bændakirkjujarðir snertir, en niðurstaðan ætti þó að verða hin sama, því ef landsdrottinn tekur kúgildin til sín, má búast við, að hann lækki landskuldina, og munu flestir leiguliðar fúsir að greiða hærri landskuld, ef þeir losna við kúgildin, sem alment eru álitin of hátt leigð. Þá getur landsdrottinn og leigt öðrum kúgildin, eða gert öðruvísi arðberandi, svo mjer sýnist ekki geta komið til mála, að hann biði tjón við þetta, sem þar að auki er samningsatriði. En nefndin mun taka til íhugunar, hvort ástæða sje til að undanskilja bændakirkjujarðir, þar eð dálitlir vafningar gætu orðið að því, er „prestsmötuna“ snertir.