29.08.1913
Efri deild: 42. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 728 í B-deild Alþingistíðinda. (2093)

68. mál, bygging, ábúð og úttekt jarða

Jón Jónatansson:

Jeg vil aðeins mótmæla því kröftuglega, að jeg hafi viljað snúa út úr orðum hv. þm. Barð. (H. Kr.). (H. K.: Sá kraftur felst ekki í orðum hv. þm.). Jeg gerði ekki annað en herma orð hans. Hann sagði, að við hefðum lengi búið við þessi lög, sem hjer er farið fram á að breyta, og þau dugað vel, en kom svo seinast með samlíking sína um gamla fatið. Þessu fær hv. þm. ekki hrundið.