02.09.1913
Efri deild: 44. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 755 í B-deild Alþingistíðinda. (2121)

40. mál, hagur Landsbankans

Guðjón Guðlangsson:

Svo var um talað á prívatfundi í morgun, að máli þessu skyldi frestað sökum þess, að tveir háttv. deildarmenn eru lasnir. Að vísu hafa þeir setið á fundi hingað til á meðan næsta mál á undan var rætt; en ekki er ósennilegt, að skaðlegt sje, að þeir sitji lengur, og má vera, að geðshræringin við atkvæðagreiðslu þá, sem í hönd fer, ef málið er ekki tekið af dagskrá, geti haft skaðleg áhrif á heilsufar þeirra, og er ábyrgðarhluti að stofna til slíks, þar sem brýn nauðsyn heimtar það ekki.