06.09.1913
Efri deild: 48. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 903 í B-deild Alþingistíðinda. (2184)

21. mál, íslenskur sérfáni

Guðjón Guðlangsson:

Eins og sýndi sig við atkvæðagreiðsluna, vildi jeg láta hina rökstuddu dagskrá ná fram að ganga, þar eð jeg er ekki samþykkur frv. þessu og get ekki greitt atkvæði með því. Er það fyrst og fremst af því, að jeg álít málið ekki svo undirbúið sem skyldi, í öðru lagi eigi bráðnauðsynlegt að það fái framgang, og meira tilfinningamál en praktískt mál, í þriðja lagi, að ef brtill. kemst að, muni framgangur málsins fremur verða til ógagns en gagns, og loks mun jeg aldrei greiða atkvæði mitt með fána af þeirri gerð, sem hjer er ákveðin. En jeg mun reiðubúinn að greiða atkvæði með þessu máli, þegar það hefur fengið nægilegan undirbúning, þótt jeg geti það ekki. þegar þannig hefur verið flasað að og hjer á sjer stað.