19.07.1913
Neðri deild: 14. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 277 í C-deild Alþingistíðinda. (219)

33. mál, málaflutningsmenn við landsyfirréttinn í Reykjavík

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Þetta er ósköp einfalt mál og varla þörf á að kjósa nefnd í það. Að eins skal eg geta þess, að mig furðar á því — þar sem þetta er stjórnarfrumv. — hve vondur frágangurinn á því er. Það er hálf-undarlegt að sjá sumstaðar í frumvarpinu “málaflutningur„ og “málaflutningsmenn„, sem er alveg rétt mál, en svo á öðrum stöðum að færa mál og málfærslumenn, sem er ekkert mál, nema það eigi að heita danska. Þetta er að færa til verri vegar, að hafa þessi orð öll í graut. Eg vona að þetta verði lagfært við aðra umræðu og komið því samræmi á, að rétta orðið verði notað alstaðar.