06.09.1913
Efri deild: 48. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 934 í B-deild Alþingistíðinda. (2200)

86. mál, aðflutningsbann á áfengi

Björn Þorláksson, framsögumaður:

Jeg verð að svara fám orðum ummælum h. 3. kgk. (Stgr. J.) út af orðum mínum um, að Iögreglustjórn hefði reynzt Ijeleg sumstaðar hjer í landi við að gæta þess, að bannlögin væru ekki brotin. H. þm. (Stgr. J.) taldi það óhæfu, að nefna slíkt. Það er ekki í fyrsta sinn, sem þessi h. þm. (Stgr. J.) kemur með stóryrði í ræðum sínum gagnvart mjer. Þegar það lá fyrir hjer í deildinni, að veita skáldinu Stgr. Thorsteinsson sjerstök eftirlaun, þá kallaði hann það, að við vildum gera þinginu hneisu, við sem heldur kusum að snúa því upp í heiðursgjöf handa honum. H. þm. (Stgr. J.) ætti að læra að stilla betur orðum sínum eftirleiðis; önnur eins stóryrði og þetta bæta ekki fyrir. Þegar jeg tala um ljelega lögreglu víða hjer á landi, þá þori jeg óhræddur að vitna til almenningsálitsins máli mínu til stuðnings. Jeg veit, að sá vitnisburður yrði mjer í vil. Jeg. skal ekkert segja um lögreglustjórn h. þm. (Stgr. J.), hann er svo fjarri mjer, að jeg er ekki kunnugur henni af eigin sjón og reynd. En það get jeg sagt honum, að væri hann nógu nálægt mjer, þá mundi jeg hafa fulla einurð til að segja honum sannleikann bæði um hana og annað. Þá sagði h. þm. (Strg. J.), að bannlögin hefðu leitt til drykkjuskapar. Jeg neita þessu blátt áfram, sem ósannri og ósannanlegri staðleysu.