06.09.1913
Efri deild: 48. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 937 í B-deild Alþingistíðinda. (2205)

75. mál, landssjóður leggi Landsbankanum til 100 þúsund

Steingrímur Jónsson:

Að eins örfá orð.

Ég þykist mega fullyrða það um lánið frá 1907, að hugsunin hafi verið, að bankinn borgaði lánið sjálfur. Aðstaða landssjóðs er ekki söm, hvort hann greiðir lánið sjálfur eða er í ábyrgð. Hjer er farið inn á alt aðra braut en ætlazt var til 1907.

Það er satt, að við getum tekið skipulag bankans til athugunar á næsta þingi. En því er ekki nóg að hjálpa bankanum næstu tvö árin og halda svo áfram, ef þörf gerist?