06.09.1913
Efri deild: 48. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 941 í B-deild Alþingistíðinda. (2209)

75. mál, landssjóður leggi Landsbankanum til 100 þúsund

Eiríkur Briem, framsm.:

Mjer heyrðist háttv. 6. kgk. þm. (G. Bj.). sárna atkvæðagreiðslan um lánsheimild úr landssjóði til að kaupa jörð fyrir læknissetur. En það kemur ekki þessu máli við, hvort það er nauðsynlegt að kaupa 14 þús. kr. jörð fyrir læknissetur. Þar kemur margt til álita, t. d. hvort læknirinn gæti ekki látið sjer nægja minna jarðnæði. Og þá er það að athuga, hvort það þyrfti ekki meira lán, t. d. til að koma upp húsi handa lækninum. Ef það er sjerstaklega nauðsynlegt, að fá þessar 14 þús. kr., þá ber jeg ekki kvíðboga fyrir, að þær fáist ekki. En um lánið til Eimskipafjelagsins er það að segja, að varla er mikið erfiðara að fá lán. þótt það sje nokkru hærra. Hjer er ekki að ræða um nema 200 þús. kr. á fjárhagstímabilinu. Eimskipafjelagið þarf 400 þús. kr. Þessar 200 þús. kr. eru því ekki nema helmingur af þeirri upphæð, og ef annað fæst, imynda jeg mjer, að hitt fáist líka.

Háttv. 3. kgk. þm. (Stgr. d.) hermdi vafalaust alveg rjett frá tilætlun þingsins 1907. Það hefur verið gert ráð fyrir því, að bankinn borgaði lánið sjálfur. Og það. hefur komið til af því, að menn hafa fremur vonazt eftir, að finnast mundu nýir útvegir, er fram liðu stundir, heldur en hitt, að menn hafi haldið, að bankinn þyrfti ekki á veltufje sínu að halda.

Þá spurði háttv. 3. kgk. þm. (Stgr. J.), hvort það mætti ekki dragast til 1915, er rætt væri um skipulag Landsbankans, að taka ályktun um, hvort landssjóður legði allt það til, er hjer er farið fram á. En: þar til er að svara, að það er mjög mikils vert fyrir lánstraust bankans og styrkir það, að hann leggi fram 2 milj. kr. til hans sem „Interessent~. Það eykur í mínum augum lánstraust hans að miklum mun nú þegar og gerir honum ljettarai að bæta við rekstursfje það, er hann nú hefur.