08.09.1913
Efri deild: 49. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 966 í B-deild Alþingistíðinda. (2247)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Steingr. Jónsson, framsögumaður; Nefndin hefur síðan á laugardagsmorgun varið tímanum til að fara yfir frumv. og athuga það, eins og það leit út eftir 2. umr. hjer í deildinni. Það, sem hún rak fyrst augun í, var ofurlítil misfella, sem hafði orðið á frv. við endurprentun þess. 32. liður 16. gr. um styrkinn til sjálfrennings á Fagradalsbrautinni átti að falla burt; var það samþykt með 11 atkv. gegn 2, en hann stendur í hinu endurprentaða frv. og er þar talinn með. Afleiðingin af þessu er sú, að tekjuhallinn er í frv. talinn 2440 kr. hærri en hann á að rjettu lagi að vera. Jeg skýt því til h. forseta, hvort ekki muni mega laga þessa skekkju, sem kom fram við endurprentunina, án þess að koma með brtiIl. við frv.