08.09.1913
Efri deild: 49. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 967 í B-deild Alþingistíðinda. (2249)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Steingr. Jónsson, framsögumaður:

Jeg mun þá sjá um, að þetta verði lagað við nýja endurprentun.

Þá skal jeg víkja máli mínu að frumv. sjálfu. Niðurstaðan af atkvæðagreiðslunni við 2. umr. hefur orðið sú, sem hjer skal greina:

Þegar nefndin hafði gengið frá frumv., eins og það kom frá h. Nd., hafði hún lækkað ýmsa

gjaldliði um samtals kr. 81,100.00

en hækkað aðra um — 47,150.000

og varð því áætluð lækkun

tekjuhallans hjá henni — 33,955.00

en reyndist eftir atkvæðagr.

ekki nema — 11,150.00

Hækkanir hafa orðið — 54,550.00

en lækkanir — 65,700.00

Tekjuhallinn eftir atkvæða

greiðsluna við 2. umr. er á

ætlað verði — 254,033.85

Jeg lít svo á, að þessi niðurstaða megi eftir atvikum teljast sæmileg, og komi heim við framsögu mína í málinu við 2. umr. Nú síðan nefndin tók málið til athugunar að nýju, hafa henni borizt ýms erindi, er sum hafa leitt til þess að hún hefur komið fram með brtill. Aðal-brtill. hennar eru á þgskj. 778, og ein lítilsháttar á þgskj. 780. Þessar brtill. eru 22 að tölu, en margar þeirra eru aðeins leiðrjettingar á orðavillum, og aðrar, sem hafa enga fjárhagslega þýðingu; þær, sem fjárhagsþýðingu hafa, hækka gjöldin um 17,800 kr., en lækka þau um 600 kr., svo að eiginleg hækkun verður als 17,200 kr. Fyrir sumum þessum breytingum hafði nefndin gert ráð við 2 umr., en sumar eru síðar tilkomnar. Nefndinni hafa borizt tvö erindi frá stjórninni, sem að vísu hafa ekki leitt til þess, að nefndin leggi til að breyting sje gerð á fjárlögunum þeirra vegna, en þó vil jeg minnast nokkuð á þau. Stjórnarráðið hefur sent nefndinni erindi, þar sem farið er fram á, aðveitt sje fje til að starfrækja tvo jarðskjálftamæla í stað eins, eins og nú er jafnframt er greint frá því, að nauðsynlegt sje, að byggja hús til að geyma mælana í, og er gerð áætlun um, að það muni kosta 3500 kr. Gert er og ráð fyrir, að starfrækslukostnaðurinn muni aukast úr 450 kr. upp í 700 kr. á ári. Það stendur svo á þessu, að fyrir nokkrum árum sendi alþjóðajarðskjálftarannsóknarfjelagið í Düsseldorf hingað gefins jarðskjálftamæli, og mæltist til þess, að hann yrði starfræktur hjer á kostnað landsins. Þessu var sint og veitt til starfrækslunnar upphæð sú, er jeg nefndi, eða öllu rjettara, þegar alt er með talið, 550 kr. Jarðskjálftamælirinn er hafður í kjallara stýrimannaskólans, og hefur forstöðumaður skólans umsjón með honum, og starfrækir hann. Það er ekki rúm fyrir nýja mælinn, þar sem hinn er hafður, og því óhjákvæmilegt að koma upp húsi, ef hann verður settur upp. Það er auðvitað, að fjelagið leggur allmikið í sölurnar með því að senda mæla þessa ókeypis, því að þeir eru að líkindum dýrir. Þó þykir nefndinni málið athugavert; hún veit ekki, hvar staðar muni nema með kostnaðinn, og er í nokkrum vafa um það, hvort það, sem Íslandi er ætlað að leggja fram til rannsókna þessara, sje í rjettu hlutfalli við það, sem aðrir leggja fram. Það, sem henni þykir þó mest um vert er, að vitneskja geti fengizt um, hvort hjer muni eiga að lenda, eða búast megi enn við auknum kostnaði. Niðurstaðan hefur því orðið sú, að vísa málinu til fjárlaganefndar Nd. og stjórnarinnar. Ef sómi Íslands þykir liggja við, ætti stjórnin ekki að þurfa að vera hrædd við, að lofa að taka fjárveitinguna upp á fjáraukalög, þótt eigi sje hún ákveðin á fjárlögunum að þessu sinni. Stjórnin hefur í brjefi sínu ekki gert neina ákveðna tillögu um það, hvort veita skuli fjeð eða ekki; enda er það eðlilegt; hún hefur varla getað verið búin að átta sig á málinu til fulls; mælirinn er nýkominn, og engin tilkynning komin á undan um, að hann ætti að senda. Af þessu hefur það sjálfsagt leitt, að erindi stjórnarinnar kom ekki til þingsins fyr en Gá, ágúst, og því lítill tími til að athuga það hjer.

Hitt erindið er frá forstöðunefnd bókasafnsins á Akureyri. Erfingjar Jóns heitins Borgfirðings hafa gefið safninu kost á að fá til kaups bókasafn hans fyrir 5400 kr. Nefndin hefur ekki haft tíma til að kynna sjer safnið, en hún veit, að margt muni vera merkilegt í því, enda styðst hún þar við umsögn bókfróðra manna. Nefndinni finst það leitt, að erindi þetta skyldi ekki koma til þingsins fyr en á 11, stundu; og er í miklum vafa um, hvort rjett sje að safn þetta sje keypt til þess að geymgst í timburhúsi norður á Akureyri, og vera þannig undirorpið mikilli brunahættu. Nefndin leit svo á, að ef safnið væri keypt fyrir landsfje, þá væri rjettara, að að minsta kosti merkasti og fágætasti hluti þess væri geymdur í bókhlöðunni í Reykjavík, þar sem vænta má, að það sje sæmilega trygt fyrir eldsvoða, og þar sem vænta má, að enn almennari not verði að því við vísindarannsóknir. Það sem nefndin segir um málið, er þá þetta: Hún vill, að safnið sje keypt, en getur ekki ákvarðað sig að svo stöddu til að veita bókasafninu á Akureyri fje til að kaupa það fyrir; hún vill fela stjórninni málið til undirbúnings til að bera það síðar fram. Mjer þætti rjettast, að safninu væri skift, þannig; að það, sem bezt þarf að geymast, sje geymt hjer, hitt á Akureyri, því að það mun hafa verið vilji hins látna heiðursmanns, að það lenti þar helzt. Ef safnið verður ekki keypt hjer, þá er ekki ólíklegt, að það verði selt til útlanda, eða, það sem verst er, að það tvístrist út í veður og vind, og verði vísindunum að nálega engu gagni. Jeg hef viljað gera nokkurnveginn rækilega grein fyrir þessum 2 atriðum, sem nefndin hefur ekki getað tekið til greina á venjulegan hátt. Sný jeg mjer nú að hinum einstöku breytingum nefndarinnar.

1. brtill. er við Í 12. gr. og er aðeins orðabreyting til skýringar. 2. brtill. er við sömu gr., og hafði nefndin gert ráð fyrir henni með 2. umr. Hún er um það, að veita Borgfirðingum eystra styrk til þess að vitja læknis á sama hátt, og Árneshreppi í Strandasýslu er veitt. 3. breytingin er orðabreyting, sem kemur til af því, að orðin „í viðbót við“ höfðu fallið úr á eftir orðunum „áætlun um“. A 4. brtill stendur þannig: að við 2. umr. kom það fram, að ætlazt væri til, að talsverðu af þjóðvegafjenu væri varið til vegarins frá. Bitrufirði um Krossárdal að Gilsfjarðarbotni. Þetta, sem kom fram við umræðurnar, og nefndin tjáði sig samþykka, hefur hún nú viljað ákveða nánara með brtill. sinni. Hún vill ekki, að það sje sjálfsagt,. að veittar sjeu fullar 3000 kr. til þessa vegar, ef svo reyndist, að það væri sama sam að taka fjeð frá öðrum óhjákvæmilegum þjóðvegagerðum; því hefur nefndin sett í brtill. sína alt að, og ætlast með því til, að veitt sje til vegarins svo mikið af upphæðinni, sem unt er. Nefndin hefur tekið brtill. upp eftir tilmælum h. þm. Strand. (G. G.), því hún játar, að brýn þörf sje á vegabót þessari. Þá kem jeg að 2. brtill. við 13. gr. Nefndin vill taka til greina rökstuddar beiðnir um 2 brýr á Langanesströndum. Brýr þessar liggja. á aðalþjóðveginum frá Grenjaðarstað um Húsavik, Norður Þingeyjarsýslu, Langanesstrandir, Vopnafjörð til Seyðisfjarðar Hjer hafa áður verið gerðar brýr á þessum vegi 1905 á Jökulsá í Öxarfirði og 1909–10 á Sandá í Þistilsfirði og Hólkná Nú er eftir Miðfjarðará, sem er torfæra mikil, og Hólkná á Langanesströndum. Með þessum brúargerðum væru bættar verstu torfærurnar á þessari leið nú sem stendur. Ef alþingi tæki að sjer þessar brúargerðir, þá hefði það veitt til brúargerða á fjárhagstímabilinu fullkomið stórbrúargildi eða alls 61,900 kr. Brtill. við 13. gr. D. VIII. er ekki annað en leiðrjetting á prentvillu. Það hefur prentast „símstöðvum“, en átti að vera „símstöðvarhúsi“.

Næst er að minnast á húsaleigustyrkinn við háskólann. Nefndinni var bent á, að það gæti komið mjög hart niður á einstöku nemendum, ef innanbæjarnemendur væru undantekningarlaust útilokaðir frá honum. Háttv. 6. kgk. (G. Bj.) kom með ljós dæmi þess við síðustu umræðu. Nú hefir nefndin borið sig saman við einn af prófessorunum við háskólann, og niðurstaðan hefur orðið sú, að breyta athugasemdinni á þann hátt, sem í brtill. stendur. 8. brtill. er ekki annað en orðabreyting. Það hafði láðzt að breyta orðinu „klinik“ á einum stað í frv. í „læknishjálp“, og er það nú gert með brtill. Þá er brtill. við 14. gr. B. II. a. Það er eiginlega ekki efnisbreyting.

Við 2. umr. var samþ. að veita yfirkennara Geir Zoëga 200 kr. persónulega launaviðbót í viðbót við það, sem í frv. stóð; en þess var eigi gætt, að í frv. hafði honum verið veitt 200 kr. launaviðbót. En nú er ætlazt til, að launaviðbótin sje alls 400 kr. og það á brtill. að sýna.

Frá gagnfræðaskólanum á Akureyri hefur komið fram beiðni frá stjórn skólans um að hækka laun 1. kennarans og leikfimiskennarans.

Að því, er leikfimiskennarann snertir, vil nefndin fallast á, að honum sjeu veitt 1200 kr. laun á ári fyrir 24 stunda kenslu á viku, 12 stunda leikfimiskenslu og 12 stunda kenslu í öðrum námsgreinum. Þetta getur orðið með því, að styrkurinn til aukakennara sje hækkaður úr 2000 kr. upp í 2200 kr. Nefndin telur það ómissandi fyrir skólann, að halda þessum manni, og veit, að hann á við þröngan kost að búa.

11.—15. brtlill. eru engar breytingar á fjárupphæðum, en nánari skýringar á því, hvernig námstyrk við bændaskólana eigi að verja.

Eftir þeim upplýsingum, sem nefndin fjekk um það, hvernig verklegu kennslunni væri hagað, þótti henni rjettara, að í staðinn fyrir orðin: „verklegrar kenslu“, komi: „verklegs náms“, því verklega námið fer ekki fram í skólanum sjálfum, heldur er piltunum komið fyrir part úr sumrinu til tilsagnar annarstaðar.

Þetta er að eins orðabreyting. En auk þessa vildi nefndin setja ákveðnar reglur um það, hvernig fjenu skyldi varið, og er 12., 14. og 15. brtill. um það.

Niðurstaðan varð sú, að verknámstíminn skyldi eigi vera skemri en 6 vikur á ári, og styrkurinn aldrei nema meira en 6 kr. á hverja viku námstímans á hvern nemanda. Það er betra að hafa ákveðnar reglur um þetta, því það mun hafa verið nokkuð á reiki að undanförnu. 12. og 14. brtill. kveður á, að styrkurinn sje einungis veittur fátækum og efnilegum nemendum, og aldrei meira hverjum einstökum nemanda en 40 kr. á ári.

Þá kem jeg að 15. gr. Við hana hefur nefndin gert eina lækkunar brtill. Það er að segja þá, að styrkurinn til Sigfúsar Einarssonar organista, sje færður úr 1100 kr. niður í 800 kr.

Ástæðan fyrir þessu er sú, að nefndin hefur fengið upplýsingar um, að þessi maður er ráðinn organisti við dómkirkjuna hjer, og hefur þar um 1500 kr. að launum; auk þess kennir hann töluvert við skóla og einstökum mönnum, og þykist nefndin þess fullviss, að hann muni hafa fyrir þessi störf sín yfir 3000 kr. tekjur á ári, og þykir henni það við unandi fyrir hann.

Meiri hluti nefndarinnar er á því, að Þórarni Guðmundssyni sje veittur 800 kr. styrkur fyrra árið til að fullnuma sig í hljóðfæraslætti og hljómfræði. Það var samþykt í háttv. neðri deild, að veita báðum þessum bræðrum 1600 kr., en felt hjer í deild. Nú kemur meiri hluti nefndarinnar með þessa tillögu.

Við 16. gr. leggur nefndin það til, að á 19. lið hennar komi nýr liður: utanfararstyrkur til Þorkels Þ. Klemenz, til að afla sjer frekari þekkingar á útbúnaði og aðferðum við inniþurkun saltfisks. Erindi um þetta hafði borizt nefndinni frá honum, en hún vísaði því til fiskveiðafjelagsins; en fjelagið svaraði því, að öllu því fje, 25000 kr., sem það byggist við að hafa til umráða, væri þegar ráðstafað.

Það getur verið, að hinir fádæma miklu óþurkar á Suðurlandi hafi gert nefndina framlagsfúsari en ella; hvað sem því lóður, þá finst henni hjer svo þýðingarmikið verkefni liggja fyrir, að ef hægt væri að finna verulega endurbætta aðferð við inniþurkun á saltfiski, þá væri nokkru kostandi upp á tilraun í þá átt.

Nefndin hjelt hins vegar, að 1500 kr. mundu nægja, og leggur því til, að þær sjeu veittar.

Það hafði verið samþykt hjer í deild, að fella niður styrk til erindreka til að annast sölu á sjáfarafurðum á útlendum mörkuðum og greiða fyrir henni.

Ástæða fjárlaganefndarinnar var sú, að hún taldi mál þetta lítt undirbúið. og skilyrðin svo óákveðin, að eigi væri ástæða til þessarar fjárveitingar. Þessari skoðun hefur nefndin ekki breytt, en finst starf erindrekans nokkuð óákveðið. Að því er starf erindreka landbúnaðarafurða snertir, þá á hann að dvelja í Kaupmannahöfn og Englandi, og líta eftir sölu sláturfjár afurða, smjörs og ullar. Aftur á móti er ekki hægt að segja slíkt um erindreka sjáfarafurðanna: þar er aðalatriðið, að leita uppi nýja markaði, og vill því nefndin leggja til, að veita 3000 kr. á ári í þessu skyni, til að greiða fyrir sölu sjávarafurða móti jafnmiklu annarstaðar að, þó ekki. frá Fiskifjelagi Íslands, því að það hefur ekki annað fje til umráða en fje landssjóðs.

Þá kemur brtill. nefndarinnar við 18. gr., um að bæta enn þá einu sinni prófastsekkju við þennan lið.

Nefndinni er kunnugt um, að efnahagurinn er slæmur. Maður hennar var mesti heiðursmaður. Hann ljezt frá konu og mörgum börnum og ljet eftir sig lítil efni. Nefndinni virðist því sanngjarnt gagnvart mörgum öðrum, sem nefndir eru í 18. gr., að þessi styrkur sje veittur, og hefur því tekið upp þessa brtill.

Þá komum við að 21. brtill. nefndarinnar, og er hún við 19. gr. Frá stjórninni kom í gærkveldi — að minsta kosti sá jeg það ekki fyrri — erindi, þar sem sýslum. Skaftfellinga fer fram á, að hann fái bættan aukaferðakostnað, sem hann hafði af því, að Skeiðará hljóp, meðan hann var í þingaferðum, og nemur sú upphæð kr. 330,50. Nefndin lítur svo á, að erindi þetta hafi ekki átt að koma til nefndarinnar, en úr því það nú kom, álítur hún sjálfsagt að taka það til greina á þann hátt; sem gert er. Nefndin álítur, að þetta sje kostnaður, sem alls ekki sje hægt að gera ráð fyrir við veitingu embættisins, og sjálfsagt sje að endurgreiðist af landssjóði. En álítur jafnframt ástæðu til, að taka það fram, að stjórnin má ekki endurgreiða sýslumönnum aukaferðakostnað, þótt þeir tefjist 1-2-3 daga, því það væri að fara út í öfgar. Hjer hefur það upplýzts, að töfin var mikil, sýslumaður varð að snúa frá ánni og hverfa austur í Múlasýslu. Hestana varð hann að láta geyma og senda heim við tækifæri, en sjálfur komst hann með skipi, jeg held til Reykjavíkur. Kostnaðurinn við þetta nam meiru, en hjer er farið fram á, og leggur nefndin til, að fje þetta sje veitt.

Þá koma næst brtill. einstakra manna, og vil jeg þá fyrst minnast á brtill. á þgskj. 767 frá þingm. Hún., þar sem farið er fram á 1000 kr. til vegagerðar í Svínavatnshreppi. Þetta. mun vera hreppavegur, þó veit jeg það ekki með vissu; nefndin hefur enga fasta ákvörðun tekið í þessu máli, en jeg er þessari fjárveitingu mótfallinn, og svo er um fleiri nefndarmenn.

Þá hafa komið frá þm. Barð. brtill, á þgskj. 762, um að lækka styrkinn til Guðmundar Friðjónssonar úr 1200 niður í 800 kr., en til vara í 1000 kr. Nefndin er þessu mótfallin, nema einn maður, sem hafði dálítið aðra skoðun. Meiri hluti nefndarinnar lítur svo á, að þar sem þetta skáld sætir annari aðferð en önnur skáld, þar sem alt er sett á fyrra árið, þá eigi ekki að klípa þennan styrk við neglurnar.

Þá er brtill. á þgsk. 755, um að hækka skáldastyrkinn, og er hún frá 1. kgk. Meiri hluti nefnd. er þessu mótfallinn, og mun atkv. sýna, hvernig nefndin skiftist í þessu máli.

Brtill. á þingsk. 769 er einungis orðabreyting.

Þá vill háttv. þingm. Strand. hækka styrkinn til Hannesar Þorsteinssonar úr 2000 upp í 2300 kr. Nefndin er því öll mótfallin, og þarf ekki að gera grein fyrir því frekara; það er áður gert. Enn fremur á hann brtill. á þgskj. 773, um að lækka styrk til bifreiðar austur úr 5000 niður í 2000 kr. Nefndinni finst ekkert vit í þessu. Úr því fje er veitt til þess, þarf það að vera svo, að það komi að haldi. Hins vegar leit nefndin svo á, að komið gæti til máls, að fara hjer milliveg, og hefur því komið með brtill. á þgskj. 780, um að færa þenna styrk niður í 3500 kr., sem mundi nema verði einnar bifreiðar af þeirri gerð, sem umsækjandi notar nú. En samkv. upplýsingum frá umsækjanda, telur hann það hreina afbolun, að færa styrkinn niður: þá vill meiri hluti nefndarinnar helzt taka þessa brtill. aftur.

Þá er brtill. frá háttv. þm. Barð. á þgskj. 775, um að hækka styrk til bátaferða á Breiðafirði úr 9000 upp í 9500 kr. Nefndin fór fram á, að lækka þessa upphæð við aðra umr. niður í 7000 kr., og er því eðlilegt, að hún sje mótfallin að hækka þennan styrk, og vil jeg geta þess, að það er öldungis ástæðulaust að gera slíkt, samanborið við styrkveitingar til annara bátaferða.

Þá komum við að brtill. á þgskj. 777, frá háttv. þm. Árn. um lán til raflýsingar á Eyrarbakka og Stokkseyri. Nefndin hefur ekki lagt til, að neitt lán yrði veitt, nema til dómkirkjunnar og heldur enn þeirri stefnu. Jeg játa að vísu, að komið er inn á þá braut, að landssjóður veiti fje til slíkra fyrirtækja, en fjeð er ekki til. Mjer er eigi kunnugt um, hve langt mál þetta er komið, og er nefndin mótfallin þessari lánveitingu.

Þetta eru þær brtill. einstakra manna, sem nefndin hefir haft kost á að kynna sjer, en síðan hafa komið 3 brtill á þgskj. 779, 781 og 782, sem nefndin hefur ekki getað kynt sjer, og get jeg því eigi sagt, hvernig hún tekur í þær. Finn enga ástæðu til að segja mitt álit; það mun koma koma í ljós við atkvæðagreiðsluna.