08.09.1913
Efri deild: 49. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1009 í B-deild Alþingistíðinda. (2267)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Steingr. Jónsson, framsögumaður:

Jeg mun ekki láta vin minn, h. þm. Hún. (Þ. J.), hræða mig frá því, að lýsa skoðun minni á hinum einstöku fjárveitingum, og halda mun jeg fullri einurð til að bera fram skoðun fjárlaganefndarinnar á þeim. H. þm. (Þ. J.) mintist á Svarfaðardalsveginn. Það var óþarfi, því jeg hafði áður nefnt hann, og kannaðist við, að þar væri í raun rjettri brotin grundvallarregla, en að jeg hefði ekki orðið fyrstur til þess, og mjer var það Ijóst, að þar hafði verið gerð varúðarverð undantekning. Samanburður h. þm. (Þ. J.) á fjárframlagi til Húnavatnssýslu og Þingeyjarsýslu lítur að vísu í fljótu bragði vel út, þegar aðeins er tekið til samanburðar tímabilið frá 1900; einmitt það tímabilið, sem aðalfjárframlagið til Þingeyjarsýslu kemur á. Á þessum árum hefur verið gerður akvegur frá Húsavík fram sýsluna, og bygðar brýr á Jökulsá í Öxarfirði og Fnjóská. Jeg vil spyrja, hvort það hefur verið ástæða til að láta Húnavatnssýslu ganga að öllu á undan Þingeyjarsýslu, og láta hana alveg sitja á hakanum, þangað til akbrautin um Húnavatnssýslu, sem áætluð er að kosti á annað hundrað þús. kr., væri fullgerð.

Hefði t. d. átt að láta það bíða að brúa Jökulsá, þangað til að akbrautinni væri lokið?

Jeg held h. þm. detti varla í hug, að halda þessu fram í alvöru. Það er rjett, að á þessu árabili, sem h, þm. (Þ. J.) nefndi, hefur verið Iagt öllu meira fram til Þingeyjarsýslu en Húnavatnssýslu, en hím hafði líka verið látin sitja á hakanum áður. Þegar h. þm. (Þ. J.) var að telja fram tillögin til Húnavatnssýslu í fjárlagafrv., þá gleymdi hann einni allverulegri upphæð; hann gat þess ekki, að henni eru þar ætlaðar 30,000 kr. til akbrautarinnar. Það er ekki svo að skilja, að jeg telji það eftir, því að það er þarft verk, en vel má minnast á það. Það eru ekki þarfir Þingeyjarsýslu og Svarfaðardals, sem valda því, að h. þm. (Þ. J.) getar ekki fengið fje að þessu sinni til Svínavatnsvegarins, heldur eru þarfir alls landsins því valdandi. H. þm. (Þ. J.) fann að því, að jeg hefði kallað Svínavatnsveginn hreppsveg; það gerði jeg ekki ; en jeg sagðist ekki vera viss um, hvort svo væri eða ekki, og það var jeg ekki fyr en nú, er jeg sá þetta brjef stjórnarráðsins.