09.09.1913
Efri deild: 50. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1017 í B-deild Alþingistíðinda. (2273)

128. mál, friðun fugla og eggja

Jón Jónatansson, framsm.:

Jeg hef fátt eitt að segja um þetta frv. Nefndin leggur til, að frumvarpið sje samþykt óbreytt.

Breytingarnar, sem frv. hefur tekið í neðri deild, eru þær, að 4 fuglategundum hefur verið bætt inn í tölu þeirra fugla, er friðaðir eru, og að örninn er nú friðaður 5 ár frá því að frv. nær lagagildi. Fyrir þessari breytingu er grein gerð í nefndaráliti neðri deildar, og við vildum sumir hjer í deild hafa þetta ákvæði í frv., en fengum því ekki framgengt. Þetta er talið nægja, erninum til verndar. Annars er frv. líkt og það var, þó að einhverjir gallar sjeu á því, og það ætti að vera miklu betra; tel jeg það til bóta, það er betra en 18g þau, sem nú gilda um þessi efni. Jeg vona, að frv. verði samþykt.