09.09.1913
Efri deild: 50. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1052 í B-deild Alþingistíðinda. (2300)

58. mál, hvalveiðamenn

Sigurður Stefánsson, framsm.:

Viðvíkjandi orðum hæstv. ráðherra, að nefndin hafi ekki spurzt fyrir um nema skaðabætur út af atvinnuspjöllunum, en ekki að því er snertir stöðvarnar sjálfar, vil jeg taka það fram, að þótt nú ekki hefði verið spurt um nema atvinnuspjöll, þá gat norska stjórnin þó svarað upp á þá spurningu. En tilfellið var, að nefndin spurði um, hvort þeir hefðu krafizt skaðabóta sökum hvalveiðabannsins. Háttv. þm. N.-Múl. gat þess, að hvalveiðamennirnir mundu fremur sitja kyrrir, ef fresturinn væri stuttur, til þess að gera síðan skaðabótakröfu sína gildandi. En nú er á það að lita, að svona útgerð er ákaflega dýr, og getur því ekki náð nokkurri átt, að þeir færu að reka hana með miklu tapi ár eftir ár, einungis til þess að reyna að ná skaðabótunum, sem aldrei mundu verða meira en eins og krækiber í ámu á móti því stóra tapi, sem þeir hefðu af rekstrinum.

Háttv. 2. kgk. taldi hvalrekann eina af aðalástæðum nefndarinnar. En það var ekki aðalástæða nefndarinnar, heldur hitt, að löggjöfin stuðlaði að því nú þegar, að hvaladrápinu linti sem fyrst, svo hvölunum mætti fjölga aftur umhverfis landið. Og jeg vil geta þess í sambandi við það, sem sagt hefur verið um, að hvalveiðar spilli fiskiveiðum, að ef hvalir koma inn á firði, þar sem síld er fyrir, þá styggja þeir síldina upp að landinu, og er þá síldarveiði næstum vís í Iagnet.

Viðvíkjandi því, sem háttv. 2. kgk. (E. B.) sagði um ofboð það, sem greip þjóðina alla á Finnmörku, þá eru nú tíu ár síðan, og því eðlilegt, að farið væri sö lægja, en þrátt fyrir það hefur þó stjórnin endurnýjað ákvæðið.

Það verður að aðgæta það, að ef máli þessu er frestað, tefur það fyrir því ekki einungis til næsta þings 1915, heldur að líkindum tveim til þrem árum lengur, með líkum fresti á því, að lögin komi í gildi og ákveðinn er í þessu frumvarpi, og getur því töfin orðið 5–6 ár.