09.09.1913
Efri deild: 50. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1054 í B-deild Alþingistíðinda. (2303)

62. mál, rafveita fyrir Seyðisfjarðarkaupstað

Guðm. Björnsson, framsm.:

Jeg hef engu við það að bæta, sem í nefndarálitinu stendur. Fyrst og fremst er þetta mikið vandamál, og í öðru lagi nauðsynjamál fyrir kaupstaðarbúa, og má því ekki bíða. Nú er farið að gera rafveitu víðar en í sjálfsstjórnarkauptúnum, svo að lögin þurfa að ná til annara, en þeirra, og er þessi þingsályktunartillaga fram komin og vona jeg, að háttvirt deild samþykki hana.