19.07.1913
Neðri deild: 14. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 285 í C-deild Alþingistíðinda. (231)

59. mál, prentsmiðjur

Jón Ólafsson:

Herra forseti: Eg sagði í fyrri ræðu minni, að þetta frv. væri Vanhugsað, og eg held því fram enn. Eg skal benda á eitt því til sönnunar. Það er ein skýrsla, sem háttv. flutningsm. (T. B.) hefði átt að afla sér áður en hann kom fram með frumv., og það er skýrsla um bókaútgáfu á Íslandi. Það má sýna það nákvæmlega, hve mikils virði það er, sem gefið er út af íslenzkum bókum árlega, og það er hlægilega litið. Það er svo lítið, að það er óþarfi að styrkja nokkurt sýslufélag. til bókakaupa, þau gætu hvert um sig keypt allar þær íslenzkar bækur, sem gefnar eru út. Þessi undirbúningur hefði verið nauðsynlegur fyrir háttv. flutningsm., og eg hygg, að ef hann hefði haft þennan undirbúning, þá hefði hann ekki farið lengra. En ef heilt sýslufélag er ekki megnugt um að borga svo sem 60–80 kr. á ári, þá væri réttlátara að landssjóður veitti þeim þessa upphæð árlega, en að reyna að fyrirbyggja bókagerð í landinu.