09.09.1913
Efri deild: 50. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1058 í B-deild Alþingistíðinda. (2315)

38. mál, stjórnarskipunarlög

Björn þorláksson:

Jeg þarf ekki að mótmæla ósannindum háttv. þm. Ísaf. (S. St.). Háttv. þm. V: Skaft. (S. E.) hefur gert það. Jeg vil taka það fram, að það er vel hægt að hafa fund seinna í dag, þó að fundur sje í sameinuðu þingi. Fundur hjer þarf ekki að koma í bága við það. Það má halda fundinn hjer á eftir. Háttv. þm. Ísaf. (S. St.) getur fengið tækifæri til að koma fram með breytingartillögur við málið, ef hann langar til þess.