11.09.1913
Efri deild: 52. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1125 í B-deild Alþingistíðinda. (2385)

119. mál, rafmagnsveita

Guðm. Björnsson, framsögumaður:

Jeg skal ekki tefja tímann. Jeg býst við, að hv. deild muni eftir nefndarálitinu um rafmagnsveituna, og þarf jeg ekki að hafa yfir hjer það, sem þar var sagt. Jeg skal geta þess, að jeg hef átt tal við verkfróðan mann um þetta mál, en hann sagðist ekki geta. gefið mjer neinar upplýsingar í svipinn, því að til þess þyrfti hann talsverðan undirbúningstíma. En nú stendur svo á, að margir bæir eru að hugsa um að koma upp rafmagnsveitu, og ber því bráða nauðsyn til, að lög verði sett um það efni. Af því að frumv. það um rafveitu, sem alþingi hefur samþykt, haf$i ekki getað fengið svo góðan undirbúning, sem nauðsyn bar til, var ákveðið, að það skyldi aðeins gilda til 1916. Og hjer liggur nú fyrir áskorun til stjórnarinnar um að búa til frv. til næsta þings um þetta mál, er sje svo vandað og vel úr garði gert, sem frekast er unt. Vona jeg, að h. deild samþykki tillöguna.