11.09.1913
Efri deild: 52. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1126 í B-deild Alþingistíðinda. (2388)

71. mál, löggilding verslunarstaðar í Karlseyjarvík

rökstudda dagskrá:

„Deildin telur brýna þörf á að gera verulegar umbætur á búnaðarlöggjöfinni, en lítur svo á, að í frv. því, sem hjer liggur fyrir, sje alt of skamt farið, og það í einstökum atriðum þannig vaxið, að ekki sje rjett að samþykkja það. Hins vegar beinir deildin þeirri áskorun til stjórnarinnar, að hún geri sem fyrst nauðsynlegan undirbúning til þess, að taka megi ábúðarlögin frá 12. jan. 1884 til gagngerðrar breytingar, og leggi síðan fyrir alþingi frumvarp til laga um leiguábúð á jörðum, þar sem bætt sje úr þeim höfuðókostum ábúðarlaganna sem bent hefur verið á, og árangurslaust verið reynt að bæta úr nú á síðustu þingum. Og í því trausti, að stjórnin taki þessa áskorun til greina, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskránni“.