11.09.1913
Efri deild: 52. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1141 í B-deild Alþingistíðinda. (2405)

29. mál, ritsíma- og talsímakerfi Íslands

Jósef Björnsson, framsm.:

Út af því, að jeg áðan var að biðja afsökunar á ummælum mínum, ef símastöð væri komin á Hraunum, þá vil jeg taka það fram, að eftir upplýsingum, sem jeg hef fengið síðan jeg settist niður, þá var það gersamlega óþarfi, því símastöðin er enn ókomin. Og það er og alveg rjett, er h. 6. kgk. þm. tók fram, að það geta sparazt mðrg. mannslíf, ef símastöð er á Hraunum. Á því er enginn efi, og á það vil jeg leggja áherzlu.

En það er annað, er jeg vildi bæta við. Eftirlitsstöðin yfir Siglufjarðarskarð er nú í Haganesi og þaðan er erfitt að rækja eftirlit. Á sumum árstímum kemur það fyrir, að Miklavatn eða Hraunaós er ófært, og verður þá að fara Iangan veg fram í Fljót til þess að geta gert við línuna. Og þetta er reglulega „ópraktískt“ fyrir símann og mikið dýrara.

Jeg hef heyrt það haft á móti því, að sett væri á fót símastöð á Hraunum, að það væri svo þröngt á línunni, svo margar stöðvar á henni, að ófært væri að auka á það, en jeg er ekkert hræddur um, að línan yrði mikið meira upptekin fyrir það, því aðalverk þessarar stöðvar yrði að, forða slysum og minka eftirlitskostnaðinn.

En svo er eitt atriði, er jeg vildi aftur minna á í þessu sambandi. Hreppurinn hefur lagt mikið fje til símans, og síminn borgar sig svo vel, að það væri sjálfsagt ekki viðlit, að þessi hreppur nje aðrar þær sveitir, er fje lögðu til línunnar, gætu fengið línuna keypta. Og úr því hreppurinn vill setja allar tryggingar um stöðina en getur þó ekki fengið hana, virðist mjer ekki bera vott um lipurð símastjórnarinnar.