12.09.1913
Efri deild: 53. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1148 í B-deild Alþingistíðinda. (2419)

86. mál, aðflutningsbann á áfengi

Einar Jónsson:

Jeg þarf ekki margt að segja. En mjer finst greinin eðlilegast orðuð eins og hún var fyr, og brtill. mín, sem nú er komin, ætlast til, að hún verði. Það getur verið, að það megi skilja fyrirmælin eins og ætlazt er til, en orðalagið bendir þó ekki í þá átt, og rjett er þó, að hafa orðin sem skýrust í Iögum. Annars setla jeg ekki að tala meira um breytingartillöguna. Menn eiga nú kost á að greiða atkvæði um hana.