01.07.1913
Sameinað þing: 1. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 9 í B-deild Alþingistíðinda. (2458)

Þingsetning í sameinuðu þingi

Jón Magnússon:

Jeg þakka háttvirtum þingmönnum fyrir þann sóma, er þeir hafa sýnt mjer með þessari kosningu.

Í fyrsta skifti, er þingið kemur saman í þessum sal, er skylt að minnast 3 látinna þingmanna, er með oss voru á síðasta þingi, þeirra Jóns Jónssonar, umboðsm. frá Múla, fyrrum ráðherra Björns Jónssonar og sjera Jens prófasts Pálssonar. Vjer höfðum að vísu, og ekki hann sjálfur, ekki mikla von um, er vjer skildum í fyrra, að sá, er fyrst fjell frá af þessum. þingmönnum, Jón Jónsson frá Múla, mundi koma aftur á þing. Fráfall hinna tveggja var óvæntara. Allir voru hinir látnu þingmenn mikilhæfir menn, allir lögðu þeir óspart fram krafta. sína í þarfir fósturjarðarinnar. Að öllum þeim er mikill söknuður þingi sem þjóð. Guð blessi minningu þeirra.

Því næst var kosinn varaforseti sameinaðs þings, og hlaut kosningu Sigurður Stefánsson, þm. Ísfjk. með 20 atkvæðum. Eiríkur Briem, 2, kgk. þm., fjekk 7, Lárus H. Bjarnason 2, og 10 seðlar voru auðir.

Skrifarar voru kosnir Jóhannes Jóhannesson, 1. þm. N-Múl., með 22 atkv. og Ólafur Briem, 1. þm. Skagf., með 19 atkv. Nokkrir þingmenn fengu Í atkv. hver og 15 seðlar voru auðir.

Þá voru þessir þingmenn kosnir í kjörbrjefanefnd:

Björn Þorláksson,

Guðjón Guðlaugsson,

Jóhannes Jóhannesson,

Kristján Jónsson,

Ólafur Briem.

Einn þingmann skyldi kjósa til að taks sæti í efri deild þingsins í stað Jens prófasts Pálssonar, og hlaut kosningu Hákon Kristoffersson, þm. Barðstrendinga:

Var þá störfum sameinaðs þings lokið að sinni, og skiftust þingmenn í deildir.

2. fundur. Mánudaginn 14. júli.