18.07.1913
Sameinað þing: 3. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 31 í B-deild Alþingistíðinda. (2468)

Þingsetning í sameinuðu þingi

Forseti:

Jeg hef boðað þingmenn á þennan fund vegna fráfalls ráðherrafrúarinnar. Ráðherrafrú Ragnheiður Hafstein andaðaðist kl. 2 í nótt. Þótt hún lægi rúmföst alllangan tíma, þá var fráfall hennar sviplegt. Þangað til síðustu tvo sólarhringana varði víst engan, að sjúkdómur hennar mundi hafa þennan enda. Sorgaratburður þessi verður því sárari, er þessari ágætiskonu er svift burtu að óvörum og á bezta aldri. Það er á allra vörum, að hjónaband hennar og ráðherra vors hafi verið svo gott, að ekki gat betra, og heimilislíf þeirra fyrirmynd. En þessi kona var ekki einungis í orðsins beztu merkingu góð kona og góð húsmóðir. Hennar hlutverk varð það um nokkur ár, að koma fram landsins vegna. Hygg eg það sannmæli, að hún hafi verið fremsta kona landsins ekki einungis vegna stöðu sinnar, heldur og fyrir hæfilegleika sakir og mannkosta. Það veit jeg og að er sannmæli þeirra, er til þektu, að hún hafi jafnan komið svo fram í hinni vandasömu stöðu sinni sem æðsta kona landsins, að því væri til sæmdar. Þessvegna vekur fráfall hennar sáran harm ekki einungis hjá hennar nánustu og í þessum bæ, þar er hún ól mestallan aldur sinn, heldur um alt land. Blessuð sje minning hennar.

Ég mun þingsins vegna votta ráðherra og fjölskyldu hans samhrygð, og veit jeg að það er vilji allra þingmanna.

Ennfremur gat forseti þess, að deildarforsetarnir hefðu ákveðið að láta deildarfundi falla niður í dag í tilefni af andlátinu.

Þingmenn mættu viðhafnarklæddir á fundi þessum og hlýddu standandi á tölu forseta.