28.07.1913
Sameinað þing: 4. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 32 í B-deild Alþingistíðinda. (2469)

Þingsetning í sameinuðu þingi

Ráðherrann:

Áður en gengið er til dagskrár, vil jeg leyfa mjer að votta háttvirtu alþingi beztu þökk mina fyrir þá miklu hluttekning, er það hefir sýnt mér í hinni þungu sorg minni við fráfall konu minnar, Ragnheiðar Hafstein, bæði með samhygðarskeyti og minningarorðum forseta í sameinuðu þingi, svo og með því að leggja silfurkranz á kistu hennar. Þessi hluttekning frá fulltrúum þjóðarinnar, er mér dýrmætur vottur þeirrar velvildar og virðingar henni til handa, er hún hefir áunnið sjer með lífsstarfi sínu. Jeg þakka alþingi í heild sinni og hverjum einstökum þingmanni fyrir þann þátt, er hann hefur í því átt, að þetta hefur verið í ljósi látið.

Þingmenn hlýddu þakkarorðum ráðherra standandi.

Var því næst gengið til dagsskrár og tekið til meðferðar.