21.07.1913
Neðri deild: 15. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 300 í C-deild Alþingistíðinda. (247)

22. mál, eftirlit með fiskveiðum í landhelgi

Umbobsm. ráðherra (Kl. J.):

Eg held að þessi breyt. till. háttv. þm. Dal. (B. J.) á þgskj. 100 sé ekki nægilega hugsuð.

Ef maður tekur orðin “stunda fiskiveiðar„ bókstaflega, þá nær þetta ákvæði til allra þeirra, sem hafa fiskiveiðar fyrir atvinnuveg, og því einnig til drengja, sem stunda sjó á smábátum, en þetta er auðvitað alls ekki meiningin.

Aldurstakmörk þurfa að vera sett í lögunum sjálfum og till nánari skilyrði; því þeir sem eiga að framkvæma lögin, geta ekki sett neitt aldurstakmark eða önnur skilyrði. En þó breyt. till. væri ákveðnari en hún er, t. d. atkvæðisréttur bundinn Við ákveðinn aldur, hefði hún samt þurft að vera miklu yfirgripsmeiri. Það verður líka að breyta orðinu “kjörskrá„ í enda 2. gr. Með því orði getur ekki verið átt við aðra kjörskrá en kjörskrá til Alþingis, og er það nægilegt, því ákveðnar reglur um samningu, kærur, fresti o. s. frv. er að finna í lögum, en ef aðrir en þeir, sem kosningarrétt hafa til Alþingis eiga að hafa atkvæðisrétt um samþyktir, t. d. 18–25 ára gamlir fiskimenn, þarf að koma fram með nákvæmar, ákveðnar og sérstakar reglur í þessu frumv. fyrir, hvernig ætti að semja þá kjörskrá, um framlagning hennar o. s. frv.

Ef háttv. þm. Dal. (B. J.) er áhugamál að veita fleirum mönnum atkvæðisrétt, er fiskiveiðasamþyktir eru settar, sem eg álít geti verið ástæða til, þarf hann að fá málið tekið af dagakrá og koma fram með nákvæmar reglur fyrir því, hverjir skuli hafa atkvæðísrétt í þessum málum.