28.07.1913
Sameinað þing: 4. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 33 í B-deild Alþingistíðinda. (2470)

Kosning eins manns í bankaráð Íslandsbanka

Forseti:

Samkvæmt reglugerð íslandsbanka átti að kjósa einn mann í bankaráð Íslandsbanka í byrjun þessa þings. Það virtist samt ekki til þess ætlandi, að það væri gert fyrstu daga þingsins, Eins og kunnugt er, var gert ráð fyrir, að kosning þessi færi fram fyr, en fyrir ýms atvik hefur hún dregizt þangað til nú. deg hef talið það rjett, úr því kosningin drógst svo lengi, að kjósa einnig þann mann annan í bankaráðið, er að sjálfsögðu á að kjósa í það. Þá hef jeg fengið tilmæli frá nokkrum hv., þingmönnum um það, að kjósa einnig 3. manninn í bankaráðið. Að ákveða um það nú, virðist samt of snemt, að minsta kosti meðan óvít er um forlög stjórnarskrárfrumvarpsins. — Við kosningarnar í dag vildi ég biðja hv. þingmenn, að tilgreina við nafn þess manns, er þeir vilja kjósa, stöðu hans eða eitthvað annað, er einkenni manninn svo, að ekki geti orðið um að villast.

Kosningu hlaut Stefán skólastjóri Stefánsson með 28 atkv. Valtýr Guðmundsson hlaut 1 atkv. 9 seðlar voru auðir.