09.09.1913
Sameinað þing: 6. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 35 í B-deild Alþingistíðinda. (2474)

27. mál, vatnsveitingar

Sigurður Sigurðsson; framsögumaður meirihluta neðri deildar:

Það hefur orðið ágreiningur milli efri og neðri deildar, að því er snertir 18. gr. Hún ákvað upprunalega, þá er frv. kom frá efri deild, að jörð mætti taka eignarnámi handa áveitufjelagi, ef hvorki landsdrottinn nje leiguliði vildu greiða kostnað við áveitu samkv. 17. gr. Þessu var breytt hjer í neðri deild, eignarnámsheilmidin numin burt, en lögtaksheimild sett í staðinn, þá er hvorki leiguliði nje landsdrottinn vildu leggja fram áveitukostnaðinn. Frv. var svo endursent efri deild. Hún setti svo 18. gr. í upprunalegu gervi sínu aftur í frv., en þá er það öðru sinni kom til neðri deildar, var greininni aftur breytt, lögtaksheimild sett í stað eignarnámsheimildar, eins og nú er ákveðið í frv. Meiri hlutinn í neðri deild er með öðrum orðum hræddur við að lögleiða eignarnámsheimild, enda þótt hún sje til í sumum lögum, t. d. fossalögunum, og þótt það sje vitanlegt, að eignarnámsheimild riðji sjer smátt og smátt hvarvetna til rúms í löggjöf þjóðanna, Nýlega las jeg í útlendu tímariti, að nú væri háð hörð barátta í í Englandi um heimild til eignarnáms á stóreignum og stórbýlum í því skyni, að skifta þeim niður í grasbýli. Stóreignamennirnir berjast vitanlega á móti þessu af hinu mesta ofurkappi, en fjármálaráðherra Breta og fleiri góðir menn. fylgja þess konar heimildarlögum fast fram. Í Noregi eru þesskonar lög til, þó að jeg muni ekki nú að tilgreina þau. Þetta er ekki, hvorki hjer nje annarstaðar, neitt nýmæli í löggjöfmni. Meiri hluti landbúnaðarnefndar var Iíka á því, að rjett væri að veita hana. Það virðist og meinlaust og engin hætta á, að ákvæðið yrði misbrúkað. Þess verður að gæta, að þessari heimild yrði ekki beitt, nema þegar um stór fyrirtæki og lögmætar samþyktir til áveituframkv æmda er að ræða. Í öðru lagi fæ jeg ekki sjeð, að lögtaksheimild 18. gr., eins og hún er nú, sje mýkri njé mildari. Lögtaksrjettur gengur alt af nærri eignarrjetti manna, og mjer þykir lögtak einlægt óviðfeldið, og hvorki betra nje vægara en eignarnám.

Það er ekki ástæða til að fjölyrða um þetta. Jeg býst við, að allir hv. þm. sjeu ráðnir í, hvernig þeir ætli að greiða atkvæði. En jeg vil samt mæla hið bezta með því, að brtill. verði samþykt. Jeg skal minna á, að hjer á landi ríður mjög á því, að fá sem fyrst lög eða lagafyrirmæli að því, er snertir samáveitur og vatnsveitingar yfir höfuð. Um þetta efni eru engin lög til hjer á landi, nema ef vera kynni gömul ákvæði þar að lútandi í Grágas eða Jónsbók, sem þá eru gleymd almenningi, úrelt og tekin að firnast. Hins vegar mjög mikil nauðsyn á slíkum lögum sem þessum. Það væri því illa farið, ef það auðnaðist ekki, að afgreiða þetta frumvarp frá þinginu sem lög.