13.09.1913
Sameinað þing: 7. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 42 í B-deild Alþingistíðinda. (2481)

104. mál, heimild fyrir veðdeild Landsbankans að gefa út (serie) bankavaxtabréfa

Björn Kristjánsson:

Þess munu dæmi að mál eins og þetta komi í sameinað þing, þar sem þekkingin 811 í báðum deildunum hefur verið annars vegar, en þekkingarskorturinn hinsvegar, og það er því undarlegra, er brtill. þær, er síðast voru bornar hjer enu fram í neðri

deild, voru samþyktar síðast með minst 17 atkv.

Af því að mál þetta er komið í hina mestu flækju, verð jeg að reyna að greiða svo sem jeg get úr henni, og leitast við að sýna, hve rjettmætar brtill. á þingskj. 882 eru.

Jeg er ekki vanur að halda langar hrókaræður um neitt mál nema í bráðustu nauðsyn, en verð þó að reyna að leiða málið út úr því völundarhúsi, sem háttvirt efri deild leiddi það inn 1.

Þegar bankastjórnin sá, að 3. bankavaxtabrjefaflokkurinn var að þrotum kominn, fanst henni nauðsyn að undirbúa 4. flokkinn, svo að fasteignalán stöðvuðust eigi. Það vita allir, að þetta er ekki gert í þágu bankastjórnarinnar. Það er aðeins aukið verk fyrir hana. Og það ættu líka allir að vita, að veðdeildirnar eru enginn hagur fyrir Landsbankann, þvert á móti aðeins baggi á honum. Og það er því ekki rjett, að gefa í skyn, að þetta sje aðeins gert fyrir bankastjórnina eða Landsbankann, eins og kom fram í umræðunum í efri deild.

Reynslan hefur orðið sú ár eftir ár; að bankinn hefur orðið að lána út á veðin, og sjálfur að kaupa bankavaxtabrjefin og reyna síðan að selja þau, eftir því sem bezt hefur gengið. Reynslan hefur sýnt, að þetta er alveg ómögulegt fyrirkomulag, og á þingi 1909 var landsstjórninni líka heimilað eftir tillögum eldri bankastjórnarinnar, að taka 2 miljóna kr. lán, til þess að kaupa fyrir veðdeildarbrjef, en af láni þessu er óteknar en 250 þús: kr., af því að lánið hefur ekki enn fengizt. Og með því að halda áfram þessa braut, þá verður veðdeildin þjóðinni að engu liði. Veðdeildin getur ekki selt brjefin erlendis í smáhlutuna, eins og margsannað er af undanfarinni margra ára reynslu. Og eins og stendur nú, þá vita allir, að lánskjörin ytra eru nú mjög örðug, og því er erfitt fyrir landssjóð að leggja fram tryggingarfje fyrir veðdeildina, ef sama fyrirkomulagi yrði haldið áfram og áður. Sje litið til þess; hvernig þessu hefur verið hagað, þá hefur Landsbankinn orðið að leggja fram 1/6 hluta af upphæð veðdeildanna, sem tryggingarfje í arðberandi skuldabrjefum. Þetta var svo um 1. og 2. tl. og 1/2 3. fl., en þá tók landssjóður við. Það er auðsætt, ef þessu er haldið áfram, þá eru þetta mikil fjárframlög fyrir bankann eða landssjóðinn. Og það er mjóg svo æskilegt, að hægt sje að losna við þau framlög, því þau skapa líka 1/6 hærri skuldir við útIönd, en þörf er á, þar sem tryggingarfjeð verður líka að takast að láni.

Bankastjórnin fór því að leita að öðrum leiðum, og leiðin varð sú, að fara að dæmi Dana, sem eru fyrirmyndarþjóð í því að tryggja sjer ódýr útlend lán, og að haga lögum sínum þar eftir; meira að segja svo mikil fyrirmyndarþjóð, að aðrar þjóðir hafa lært af þeim lánafyrirkomulagið (Kreditforeninger).

Bankastjórinn fer því hjer fram á horfið sje frá því fyrirkomulagi er hingað til hefur verið á veðdeildinni, og snúið á líka braut, og farin er í lánsfjelögum Dana (Kreditforeninger). Þó treysti bankastjórnin sjer ekki að leggja til, að þessu fyrirkomulagi væri fylgt út í æsar. Hún treysti sjer þannig ekki til að ráða til þess, að veðdeildin yrði flokkuð þannig, að jarðir, verzlunarhús og íbúðarhús væru lánsdeild út af fyrir sig, svo að þrenn bankavagtabrjef yrðu á boðstólum erlendis, því það fyrirkomulag mundi hefta alla sölu brjefanna, og þannig að sameiginlega ábyrgðin jarðeigenda næði aðeins til lána út á jarðir o. s. frv. Landið er svo fáment, að bankastjórnin sá sjer ekki annað fært, en hafa öll lán og veð í þessum veðdeildarflokki í einni heild.

Tryggingar lánsfjelaganna dönsku eru þessar, 1.: veðskuldabrjefin, sem gefin eru út fyrir lánunum og minst 2% í varasjóð af hverju láni um leið og það er tekið. Og 1% af eftirstöðvum hvers láns, er eigendaskifti verða, nema eignin gangi í arf. Sameiginleg ábyrgð allra lántakanda fyrir öllum lánum, sem veitt eru. Allar fasteignirnar standa að veði upp í topp fyrir öllum lánunum og sameiginleg ábyrgð lántakendanna sjálfra persónulega.

Lánsfjelögin fá ekki neina ríkissjóðsábyrgð, en verða sjálf að sjá fyrir tryggingunni að öllu leyti. Hjer er sameiginleg ábyrgð lántakenda ekki nema 10% sf lánsupphæðinni, eins og hún er á hverjum tíma. En þar sem hjer er aðeins sameiginleg ábyrgð á 10% af lánsupphæðinni, eins og hún er á hverjum tíma, þá er ábyrgð landssjóðs nauðsynleg, enda gert ráð fyrir henni í frumvarpinu.

Hjá dönsku lánsfjelögunum greiðirlántakandi í varasjóð minst 2% af lánsupphæðinni um leið og hann fær lánið og við hver eigendaskifti 1% af lánsupphæðinni, og loks 50 aura fyrir hvert smáverðbrjef, er stofnunin skiftir fyrir menn fyrir stærri brjef. Og alt er þetta gert til þess eins, að reyna að tryggja varasjóðinn sem allra bezt. Frv. það, sem hjer Jiggur fyrir, er bygt á þessum grundvelli. Fyrst hugs- aði bankastjórnin sjer, að fara alveg sömu leið og lánsfjelögin dönsku, til þess að tryggja sjer að brjefin seldust á útlendum markaði, en hún þorði það ekki, því hún vissi, að það mundi mæta svo mikilli mótspyrnu hjer í þinginu. Bjuggumst vjer við, að reynt mundi verða að gera einhvern hvell úr þessu nýmæli.

Jeg bjóst við, að þeir mundu tala mest um Ólaf konung, sem hvorki hefðu heyrt baun nje sjeð, að þeir, sem minst vit hefðu á málinu, mundu gera sig mest gildandi.

Og þessvegna er málið komið í sameinað þing. Hv, 6. kgk. var svo g ætinn í efri deild í gær, að taka það fram, að hann hefði lítið vit á bankamálúm, en það taldi hann sig þó sjá, hver harðýðgi það var af bankastjórninni, að leggja til, að lántakendur bæru 10% sameiginlega ábyrgð af lánum. Hv. 3 og 6. kgk. mundu sem sje ekki eftir því, að stjórnin 1907 innleiddi þessa “harðýðgi„ meðlögum um Lánadeild Fiskiveiðasjóðsins.

Sátu báðir þessir hv. þm. þá á þingi og hðfðu hvorugur neitt við þetta. ákvæði að athuga.

Hvað veldur nú þessum skoðanaskiftum? Og frv. hefur sætt nógu mikilli mótspyrnu, Þó við höfum farið svona gætilega og borið svona mikla umhyggju fyrir lántakendum landsins.

Berum nú saman harðýgiskjör þau, sem þetta frumvarp veitir lántakendum, við þau kjör, sem tíðkast hjá dönskum lánsfjelögum.

Það er fyrst, að Danir verða að setja aleigu sína að veði, ekki einungis fyrir sínum skuldum, heldur og allra annara skuldum, sem skulda lánsfjelaginu.

Frumvarp þetta leggur lántakendum á herðar,. að standa í sameiginlegri ábyrgð fyrir aðeins 10% af láni sínu á hverjum tíma, og kemur þannig alls ekki til neinnar persónulegrar ábyrgðar. En landssjóður er látinn taka upp á sig 90% af sameiginlegri tryggingu þeirri, er veðin veifa.

Þetta gerir ríkissjóður Dana ekki fyrir lánsfjelögin.

Frumvarp þetta leggur lántakendum á herðar að greiða 1% í varasjóð, um leið og lánið er tekið. En dönsku lánsfjelögin taka minst 2% af láninu í varasjóð.

Frumvarp þetta ætlast til, að 1% gangi til varasjóðs, ef eigendaskifti verða vegna sðla. Dönsku lánsfjelögin taka það sama.

Og um þetta smáatriði stendur deilan og um 10% samábyrgðina.

Menn sjá hjer af, að frumvarp þetta veitir lántakendum miklu betri kjör, en lántakendur í Danmörku njóta.

Og samt er bankastjórn landsbankans smánuð fyrir að bera enga umhyggju fyrir lántakendunum, og tveir kgk. þingm., háttv. 3. kgk. (Stgr. J.) og háttv. 6. kgk. (G. B.) hnýta í hana fyrir harðýðgi í garð lántakenda.

Þegar nú þessar upplýsingar eru gefnar, þá vona jég, að allir óhlutdrægir menn og sennilega skynsamir viðurkenni það, að stjórn landsbankans hafi orðið fyrir ómaklegum árásum og tortryggni í Ed. í gær.

Og jeg vona, að þær upplýsingar leiði margan háttv. þingmann út úr því völundarhúsi, sem vaðallinn hafði teymt þá inn í, og láti frv. komast óskaddað út úr þinginu.

Hjer verða menn að greina á milli tveggja gagnólíkra aðferða.

Veðdeildirnar hafa hingað til verið í veðbankaformi. En þessi veðdeild á að vera í lánsfjelagsformi (o: „Kreditforening“).

Grundvöllurinn er því alt annar, og því hafs menn sennilega ekki áttað sig á.

Þá koma breytingartillögurnar. Þær eru öldungis hinar sömu, sem áður hafa verið bornar fram, og það fyrir þá sök, að búið er að sýna og sanna, að landssjóður getur ekki, eins og að undanförnu, keypt brjef þessarar deildar, og bankinn gettur ekki keypt þau heldur, og að bankinn verður að fá heimild til að semja um að selja slumpa fyrirfram, eða jafnvel alla deildina, ef nokkur von á að verða um sölu.

Það er örðugra að selja lítið í einu, t. d. 50 eða 100 þúsundir, en 5 miljónir. En ef um 10 miljónir væri að r æða, þá gengi það greiðlegar, og það er fyrir þá sök, að ómakslaunin til umboðsmanna eru svo lítil, þegar um smáa upphæð er að ræða, að þeir vilja ekki selja. Það að vilja fyrirbyggja, að bankastjórnin geti selt fyrirfram, er sama sem og að fyrirbyggja, að Ísland geti fengið lán.

Ef þessi heimild fæst ekki, þá þýðir alls ekki að setja deildina á stofn. Frumvarpið getur ekki staðizt eins og

Ed. samþykt hefur það. Ef 11. gr. er breytt, þá þarf líka að breyta 13. gr.

Tillagan við 11. gr. fer fram á að tryggja varasjóði nauðsynlegar tekjur, og til að taka skatt af húsabraski. Það er sama upphæðin, sem lánsfjelögin dönsku taka.

Ef þessi tillaga nefndarinnar í 11. gr. er ekki samþykt, þá verður líka að breyta 13. gr., því að þar er einmitt vitnað til þess atriðis í 11. gr., sem Ed. hefur numið burtu. En þetta hafa hinir háttv. kgk. ekki athugað.

Frumv. getur því ekki staðizt, nema tillaga nefndarinnar sje samþykt.

Svo er loks eitt atriði, sem jeg vildi minnast á.

Þegar svona frv. er samið, þá er verið að búa til vöru fyrir erlendan markað, en það hafa menn ekki látið sjer skiljast í þessu efni. Íslendingum er farið að skiljast það í öðrum efnum, hvort sem það er ull, kjöt eða fiskur. Þar gera menn sitt til að bæta afurðirnar. En hvernig stendur á því, ef menn vilja ekki vanda þessa vöru líka sem bezt ? Það er þó alveg komið undir gæðum þessarar vöru, eins og annarar, hvernig hún selst. Það er skylda þingsins, að gera brjefin sem bezt úr garði, svo að þau seljist sem bezt á erlendum markaði. Ef það er ekki gert, seljast brjefin með lægra verði, og hver verður svo afleiðingin, hver ber tapið? Það verður lántakandinn á Íslandi að bera.

Þetta hafa dönsku lánsfjelögin skilið. Þessvegna hafa þau ekki einblínt á lánskjörin inn á við, heldur lika hugsað um söluna út á við, að hún yrði sem hagkvæmust, — að sem mest fengist þar fyrir brjefin.

Jeg vona, að breytingartillögurnar verði samþyktar. Jeg finn ástæðu til að geta þess, að annars finst mjer frv. geti ekki staðizt, og greiði þá atkvæði gegn því í heild sinni, ef brtill. ná ekki fram að ganga.

Jeg óska, að nafnakall verði viðhaft.

Að endingu leyfi jeg mjer að þakka háttv. 2. kgk. (E. Briem) fyrir það, hve stórheiðarlega og lipurlega hann hefur komið fram í þessu máli, og öðrum málum bankans á þinginu.

Sömu þökk gæti jeg og flutt öðrum háttv. kgk. þingmönnum, nema þessum tveimar (Stgr. J. og G. B.).