13.09.1913
Sameinað þing: 7. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 54 í B-deild Alþingistíðinda. (2485)

104. mál, heimild fyrir veðdeild Landsbankans að gefa út (serie) bankavaxtabréfa

Guðmundur Björnsson:

Háttv. 1. þm. G.-K. (B. Kr.) bygði alla sína röksemdaleiðslu á því, að hann ætlaðist til, að veðdeildin væri sniðin eftir dönsku fyrirkomulagi. Hann sagði, að Danir væru fyrirmyndarþjóð í peningamálum. Það er í fyrsta sinn, að jeg heyri, að Danir sjeu fyrirmyndarþjóð í peningamálum. Það hlýtur að vera alveg nýtilkomið. Jeg veit, að Danir eru merk þjóð og standa framarlega í ótal mörgu. Hitt veit jeg líka, þótt jeg sje ekki bankastjóri í landsbanka Islands, að í peningamálum standa sumar þjóðir margfalt framar Dönum. Jeg varð þess var, að háttv. 1. þm. G.-K. (B. Kr.) stóð í gær á gægjum í Ed., meðan umræður voru þar um þetta mál. En það var auðheyrt á ræðu háttv. 1. þm. G.- K. (B. Kr.) áðan, að sumt hefur honum misheyrzt af því, sem þar var sagt, og sumt hefur hann alls ekki heyrt. Háttv. 3. kgk. (Stgr. J.) hefur leiðrjett misheyrnirnar; en hann mintist ekki á það, sem háttv. 1. þm. G.-K. (B. Kr.) virðist alls ekki hafa heyrt. Jeg vona, að þeir háttv. þingm., sem hlustuðu á umræður í Ed. í gær, játi því með mjer, að háttv. 2. kgk. (E. Br.) lýsti yfir því, að hann vildi samþykkja frv. óbreytt, að því einu, að það hefði haft svo mikið fylgi í Nd., að ekki mundi vera til neins að fara að breyta því aftur í Ed. Þá er að minnast á brigzlyrði háttv. 1. þm. G.-K. (B. Kr.) til mín, — því brígzl áttu það aðsjáanlega að vera þegar hann sagði, að jeg hefði 1907 verið samþykkur samskonar ákvæðum þeim, sem jég væri nú á móti. Það má vera, að þetta sje satt; jeg skal ekki rengja háttv. 1. þm. G.-K. (B. Kr.) um það, þótt staðhæfingar hans sjeu að vísu ekki æfinlega ábyggilegar. Jeg get t. d. ekki gleymt þeirri staðhæfingu háttv. 1. þm. G.- K. (B. Kr.), að Danir, sjeu fyrirmyndar fjármálaþjóð; háttv. 1. þm. G.-K. (B. Kr.) hefur líklega með þessu ætlað að fræða okkur um, að hann væri sjálfur fyrirmyndar fjármálamaður, þar sem hann er nú farinn að ganga í skóla hjá Dönum. Ójá, margt skeður á langri lífsleið! Það vita flestir nú orðið, hvað upplýsingar og staðhæfingar háttv. 1. þm. G.-K. (B. Kr.) í ritsímamálinu reyndust ábyggilegar. Og nýlega hefur sami háttv. þm. (B. Kr.) ætlað að leiðbeina þingi og þjóð með upplýsingum og staðhæfingum í járnbrautarmálinu. Bara að þær reynist ekki viðlíka staðgóðar og símaspárnár hans! Og ætli að upplýsingar háttv. 1. þm. G.-K. (B. Kr.) í þessu máli sjeu ekki eitthvað svipaðar fyrri fróðleik hans hjer á þingi Jeg skal svo segja háttv. 1. þm. G.-K. (B. Kr.) frá því, hvernig á því stendur, að jeg ljet þetta veðdeildarmál afskifta laust 1907, en skifti mjer af því núna. Jeg hafði þá ekki haft eins mikil kynni af þjóðinni, eins og nú orðið. Síðan hef jeg ferðast um landið þvert og endilangt, og hvar sem jeg hef komið, og landsbankinn hefur borið í tal, þá hefur hvervetna, hjá ríkum og fátækum, komið fram megnasta óánægja yfir þeim ókjörum, sem þeir verða að sæta, er lán þurfa að fá út á jarðir eða hús. Það er nú svo komið, að búast má við, að ekki fáist nema 92 krónur fyrir hvert 100 kr. bankavaxtabrjef, og ekki að vita nema. þau falli enn meira, því það er eitt af afrekum hinnar nýja bankastjórnar, að brjef bankans hafa altaf verið að falla síðan hún tók við. En þó ekki falli þau meira en svo, að merja megi þeim út fyrir 92%., þá er ekki glæsilegt, að þurfa að taka lán upp á þá kosti. Setjum svo, að bóndi, sem á jörð virta á 4000 kr., komi í bankann og vilji fá út á hana veðdeildrlán. Hvað fær hann svo þar? Við skulum gera ráð fyrir, að hann eigi að fá lán út á hálft virðingarverð hennar, eða 2000 kr.; en hvað gengur svo frá þessum 2000 kr. Fyrst eru það 8% afföll á bankavaxtabrjefunum, því næst 1% af lánsupphæðinni í varasjóð, og loks vextir greiddir fyrirfram fyrir fyrsta árið minst 5%; þetta er samtals 14%, og svo bætist þar við lántökukostnaðurinn, sem oft er yfir 1%. Það getur því hæglega farið svo, að fyrsta árið verði hann að borga 15% eða þaðan af meira af þessu ó-láni, sem hann fær í veðdeildinni.

Þeir eru ekki svo skyni skropnir, að þeir ekki skilji, ef sagt er, að peningarenta sje svo og svo há í bönkum erlendis. Og þeir vita, að ef þeir ætla að fá lán, þá er tvent, sem fyrst er spurt um, tryggingin og arðsemin. Peningamennirnir líta meira á trygginguna en vaxtahæðina, og vilja fremur setja peninga sína í þau fyrirtæki, þar sem tryggingin er góð, þótt veztirnir sjeu minui. Og við vitum það, að jarðeignirnar okkar og húsin eru bezta tryggingin, miklu betri trygging, en nöfn allra Pjetra og Pála, sem skrifa nöfnin sín á viglana og sjálfskuldarábyrgðina. Við erum altaf að bisa við að selja útlendingum þessi íslenzku verðbrjef, en það er sama og að selja útlendingum landið okkar, og það verður þá hlutverk hinnar komandi kynslóðar að kaupa það aftur. Það getur verið gott og blessað að leiða útlenda peninga inn í landið, en það getur lika verið hættulegt. Ef báðir hagoast á því, útlendi auðmaðurinn og íslenzki lántakandinn, þá er það gott; en ef auðkýfingurinn hefur allan hagnaðinn, þá verður bara landið okkar að fjeþúfu erlendra auðkýfinga. Og eitt get jeg sagt hv. 1. þm. G.- B., og með fullri vissu, að eftir því sem jeg þekki bændastjettina íslenzku, þá unir hún ekki til lengdar við þau þróngu lánskjör, sem hún verður að þola. Og ef landið getur ekki útvegað henni fje til framkv æmda með betri kjörum, munu þau orð mín sannast, að þjóðin verður bráðlega að fá sjer nýja landsstjórn, nýja landsbankastjórn og nýtt alþingi. Jeg hygg nú samt fyrir mitt leyti, að við vinnum ekki við að skifta um landsstjórnina, og vafasamt um bankastjórnina, og hver einstakur alþingismaður er fuilviss um, að landið gr æði ekki á að skifta um, og taka annan í hans stað.

Jeg vil leyfa mjer að bera fram rökstudda dagskrá svohljóðandi:

„Í því trausti, að landsstjórnin í sam„ráði við stjórn landsbankans búi þetta „mál betur undir til næsta þings, tekur sameinað alþingi fyrir næsta mál á „dagskrá.“