13.09.1913
Sameinað þing: 7. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 58 í B-deild Alþingistíðinda. (2486)

104. mál, heimild fyrir veðdeild Landsbankans að gefa út (serie) bankavaxtabréfa

Eiríkur Briem; Út af orðum hv. 6. kgk., vildi jeg taka það fram, að frsm. í málum Verða að bera fram ástæður nefndarinnar, þótt þær falli kannske ekki að fullu saman við þeirra persónulegu skoðanir. Þótt jeg ekki gerði neinn sjerstakan ágreining, þá lagði jeg meira í sum atriði, en minna í sum, en samnefndarmenn mínir, eins og þeir munu kannast:

við. Og þegar málið kom breytt til Ed., þá líkuðu mjer að visu ekki breytingarnar allskostar, en taldi þó ástæðu til að að leggja til, að frv. yrði samþ. eins og það kom.

Hv. 6. kgk. sagði dálítið of mikið, þegar hann sagði, að jeg hefði sagt, að jeg hefði persónulega á móti þessu frumv. Þetta er ekki rjett, en jeg tók fram, viðvíkjandi brt. á 11. gr., að áraugurslaust væri að halda henni fram. Þó leiddi jeg ekki hjá mjer að taka fram, viðvíkjandi fyrirframsölunni, það athugaverða, að seinna gæti brjefin hækkað. En ekki er jeg í vafa um, að hægra er að fá meira fyrir brjefin með því að selja þau fyrirfram í stórum stíl.