13.09.1913
Sameinað þing: 7. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 67 í B-deild Alþingistíðinda. (2491)

104. mál, heimild fyrir veðdeild Landsbankans að gefa út (serie) bankavaxtabréfa

Bjarni Jónsson, frá Vogi:

Með leyfi hv. forseta ætla jeg að láta vera að fara út í persónulegar illdeilur. Heldur ekki ætla jeg að taka þátt í deilunni um fjármálaspeki Dana. Jeg er svo vel staddur nú, sem stundum áður, að jeg fylgi ekki neinum algerlega að málum.

Jeg hef ekkert að athuga við það að bankastjórninni sje leyft, að selja brjefin fyrirfram.

Mjer finst vel trúlegt, að bankinn mundi geta selt alla veðdeildina, að minsta kosti ætti hann ekki að þurfa að liggja með brjefin svo lengi, sem nú tíðkast; og mjer finst líka tryggingin nægileg fyrir því, að bankastjórnin ekki „spekúleri“ með brjefin, þar sem áskilið er samþykki stjórnarinnar til sólunnar. Hitt get jeg ekki skilið, að nauðsynlegt sje að krefjast þess, að 1% sje borgað af lánum í varasjóð veðdeildarinnar í hvert skifti, sem veðsett fasteign er seld. Mjer er óskiljanlegt, að nauðsynlegt sje að borga svo mikið til þess að fá varasjóð, og teldi rjettara, að borgaðir væri þá heldur 2% af láninu, þegar það er tekið. Jeg skal ekki orðlengja þetta meir, nje. mæla köpuryrði til nokkurs manns. Tíma þingsins er nú svo varið, að menn ættu nú ekki að vera að slá í óþarfa brýnur.

Það hefur verið sagt, að þessi aðferð, til þess að fá lán, væri sama sem að selja landið; það get jeg ekki fallizt á. Mjer finst það vera meðalið til sjálfstæðis efnalega, að taka fje til láns til arðvænlegra fyrirtækja. Og mönnum er svo mikil þörf á fasteignarlánum, að þetta mál má ekki niður falla. Sú nauðsyn stýrir atkvæði minu í þessu máli.