21.07.1913
Neðri deild: 15. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 308 í C-deild Alþingistíðinda. (2516)

3. mál, fjáraukalög 1912 og 1913

Pétur Jónsson:

Út af orðum hv. 1. þm. S.-Múl. (J. Ól.) skal eg geta þess, að eg var nærstaddur þegar Skipulagsskráin var samin, og vissi eg ekki betur en að meiningin væri sú, að bændur gengi fyrir að öðru jöfnu einungis, enda virðist mér það hlutarins eðli, að hér gæti ekki verið um sönn verðlaun að ræða, ef skilyrðið væri skoðað frekara.