08.09.1913
Neðri deild: 54. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2272 í C-deild Alþingistíðinda. (2537)

94. mál, kosningar til Alþingis

Framsögum. (Jón Ólafsson):

Þetta er ekki stórmál. Nefndin telur frumvarpið til bóta. Allar brtill. nefndarinnar miða að því að breyta orðalagi og lagfæra form, t. d. vill nefndin fella burt úr 3. gr. orðin »þar til gerðum« á undan þerripappír. Nefndinni þykir ólíklegt, að farið verði að búa til sérstakan þerripappír til notkunar við þetta tækifæri. enn fremur vill nefndin fella niður 6. gr. frumvarpsins. Það tekur því ekki um svona lítið frv., að vera að færa breytingarnar inn í meginmálið á kosningalögunum að sinni.

Hitt eru smábreytingar.