08.09.1913
Neðri deild: 54. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2283 í C-deild Alþingistíðinda. (2545)

104. mál, heimild fyrir veðdeild Landsbankans að gefa út (serie) bankavaxtabréfa

Skúli Thoroddsen:

Út af ræðu háttv. 1. þm. G.-K. (B. Kr.) vil eg mótmæla því, að eg vilji á nokkurn hátt apilla fyrir þessu máli

Það sem eg legg áherzlu a er það, að þegar samin eru lög um stofnun nýrrar veðdeildar, þá beri fyrst af öllu að líta á hag þeirra manna., sem veðdeildina þurfa að nota. Ef ekki er kostur á að tryggja hana næginlega á annan hátt, þ. e. án þess að íþyngja lántakendum eins og breyt till. fer fram á, þá verður landasjóður að leggja til fé í varasjóð og gera hann nógu öflugan.

Þau ummæli háttv. þm., að það mundi spilla fyrir sölu bankavaxtabréfanna að samþykkja eigi þetta ákvæði um það, að 1% af lúxuseftirstöðvum til veðdeildarinnar skuli æ greitt í varasjóð þegar eigendaskifti verða, get eg ekki séð að eigi við nein rök að styðjast.

Þeir menn, sem »spekúlera« í því, að kaupa slik bréf, spyrja líklega sjaldnast um það, hve stór varasjóður sé, heldur hitt, hversu háir vextirnir séu og hvort landasjóður ábyrgist ekki bréfin. Tryggingu hans láta þeir sér nægja, vilji þeir á annað borð kaupunum sinna eða beri þeir nokkuð traust til ábyrgðar landssjóðsins, — vita, að um örlítinn varasjóð gæti oft fljótlega farið svo eða svo.

Enn fremur ber og að gæta þess —sem háttv. þm. Dal. (B J.) benti og greinilega á —, að lögin gera og ráð fyrir »solidariskri ábyrgð« allra lántakenda, sem gengur á undan landssjóðsábyrgðinni, ef veðdeildin verður fyrir tjóni, og fer því enn ver á því en ella — þar slík kvöð er nú á lántakendurna lögð —, að bæta þá og enn fremur við téðu 1% gjaldi til varasjóðsins.

Eg vænti þess því, að háttv. þm. hugsi sig vei um áður en þeir greiða því atkvæði, að akattskylda hverja einustu fasteign, sem af tilviljun gengur kaupum og sölum á oftgreindan hátt.

Út af ræðu háttv. 1. þm. S.- Múl. (J. Ól.), skal eg benda á, að hver jörð, hvar á landinu sem er, hefir sitt ákveðna nafn, og þar er því ekki um að villast.

Hvað húseignir í kaupstöðum snertir, þá er það og alla ekki rétt hjá háttv. 1. þm. S.-Múl., að þær séu að eina einkendar með nafni eigandans, þar sem einatt atendur skýrum orðum í hverju veðbréfi eigi að eina húsnúmer — sé það nokkurt — heldur og virðingarupphæðin, ásamt dagastningn virðingargerðarinnar.

Eg vona því, að háttv. þm. fallist ekki á þá tillögu, sem hér er um að ræða, og eg er sannfærður um það, að það spillir ekkert sölu bréfanna, þótt hún væri feld.

Háttv. 1. þm. G.-g. (B. gr.) hættir til þess, vegna þess að hann er bankastjóri, að hugsa þá alt of mikið um varasjóð og vilja tryggja hann sem bezt, — og er eg sannarlega ekki að lasta það. En sé tryggingin ekki nóg, eina og hún er ákveðin í frumv., að þessari tilllögu sleptri þá verður að láta landssjóðinn hlaupa undir bagga. En hitt má alls ekki eiga sér stað, að lántakendum sé íþyngt meira en gert er í frumv. að öðru leyti.