08.09.1913
Neðri deild: 54. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2286 í C-deild Alþingistíðinda. (2547)

104. mál, heimild fyrir veðdeild Landsbankans að gefa út (serie) bankavaxtabréfa

Jón Ólafsson:

Herra. forseti! Það er út af því, sem háttv, þm. N.-Ísf. (Sk. Th.) sagði, að eg vildi segja nokkur orð. Hann sagði, að í þessu máli bæri fyrst að líta á hagsmuni lántakanda. Eg er honum ekki samdóma um þetta. Á hagsmuni lántakanda ber auðvitað einnig að líta eftir atvikum, en aðalatriðið er, að bréfin séu svo úr garði gerð, að þau fái kaupanda. Þess verður því fyrst og fremst að gæta, að bréfin séu þannig gerð úr garði, að þau seljist. Og það er einmitt lántakanda líka til hagsmuna. Sé ekki svo um bréfin búið, þá verður að hætta að veita veðdeildarlán. En ætli lánþurfum þyki það vera sér til hagsmuna? Við verðum að gæta að því, að lán eru ódýr hér á móti því sem annarstaðar er í heiminum. Það hefir verið talað um; að þessi 1% væri tilfinnanlegur fyrir þá sem selja. Eg tel það ekki tilfinn anlegt að borga þennan 1% fyrir þá, sem selja einu sinni. En það er ein tegund manna, sem þetta verður tilfinnanlegt, og það eru þessir svokölluðu húsabraskarar, sem alt af eru síseljandi og selja og kaupa aftur sömu eignina ef til vill einu sinni á hverri viku. Það ætti engum að verða klaksárt, þó þeim verði þetta tilfinnanlegt, því að sá atvinnuvegur er hvorki hollur né heilbrigður.

Háttv. 2. þm. Húnv. (Tr. B.) fór mörgum og sanngjörnum orðum um Frumv og er eg honum þakklátur fyrir undirtektir hans. Hann vék þeirri spurningu að háttv. framsögumanni (B. Kr.), hvort bankastjórnin gerði sér örugga von um að geta selt bréfin, ef frumv. næði fram að ganga, og mun hann svara því. Um örugga vissu um sölu bréfanna getur

Víst ekki verið að ræða, en bankastjórnin mun gera sér einhverja von um að það takist, — en enga von með rýrari ákvæðum um gildi bréfanna, en hér er farið fram á.