09.09.1913
Neðri deild: 55. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2327 í C-deild Alþingistíðinda. (2577)

86. mál, aðflutningsbann á áfengi

Lárus H. Bjarnason:

Þessi ræða háttv. flutningsmanna hefði átt að vera flutt 1909 en ekki 1913. Hún er eftirskot, stórt eftirskot og ekkert annað. Þetta er í rauninni nóg svar við ræðunni, en eg ætla þó að segja dálítið meira og reyna að mæla bannlögunum bót.

Háttv. þingmaður sagði, að 1908 hefði eingöngu verið kosið um sambandamálið. Það er erfitt að segja það fyrir víst, hvaða drög liggja til þess, að einn nær kosningu og annar ekki, enda held eg að sambandamálið eitt hafi ekki ráðið þingkosningunum 1908. En hvað sem því líður, þá vil eg benda háttv. flutningsmanni á það, að það var greitt sérstaklega atkv. um aðflutningsbannið. Það skiftir því engu máli, hvað annari atkvæðagreiðslu, atkvæðagreiðslu um þingmannaefnin réði. Háttv. þingmaður veit það eins vel og eg, að hver kjósandi fekk 2 miða og kaus þingmann með öðrum, en greiddi atkvæði um aðflutningsbannið með hinum. Það er því algerlega tilhæfulaust, að Alþingi 1909 ha8 svikist að kjósendum og dembt bannlögunum á þá upp úr þurru.

Svo sannarlega sem nokkur meining átti að fylgja fyrirspurn þings og stjórnar, um hvort kjósendur vildu hafa áfengi í landinu eða ekki, þá var Alþingi rétt að lögleiða bannið, úr því að kjósendur kusu það. Bjóði eg manni vindil eða kaffi og þiggi hann boðið, þá er mér skylt, svo framarlega sem eg vil heita sæmilegur maður, að láta honum í té vindilinn eða kaffið.

Þá sagði háttv. flutningamaður, að reynslan hefði sýnt, að bannlögin kæmu ekki að gagni. Þetta er rangt. Reynslan hefir ekkert sýnt um það enn, sízt til fullnustu, hvort bannið muni koma að haldi, og getur ekkert um það sýnt, fyr en sölubannið er gengið í gildi 1915.

Það er algerlega ómögulegt að komast eftir því nú, hvort maður hefir gert sig ölvaðan með löglega aðfengnu eða ólöglega aðfengnu víni. Ef eg sæist ölvaður, þá væri ómögulegt að vita, hvort eg hefði keypt vínið hjá bróður mínum eða svikið það inn í landið. Það verður miklu hægara eftir 1. Janúar 1905, að komast eftir því, hvort vínið er löglega fengið eða ekki.

Þá sagði háttv. flutningamaður, að það væri algengt að skipstjórar veittu vín á höfnum. Þetta er rétt, en það er ekki að kenna neinum galla á aðflutningsbannslögunum. Það er að kenna illri framkvæmd laganna af hendi stjórnarráðsins. Háttv. þingm. Borgf. (gr. J.) leyfði þetta beint í ráðherratíð sinni með umburðarbréfi 2. Des. 1911 til allra lögreglustjóra, en hafði enga heimild til þess. Og það er sannarlega ekkert undarlegt, þótt limirnir dansi eftir höfðinu, enda veit ég að aumir lögreglustjórar eru ekki ýkja eftirgangssamir um það, að fyrirmælum laganna sé fylgt. Eg þekki reyndar heiðarlegar undantekningar, t.d. háttvirtan flutningsmann tillögunnar, sem eg veit að hefir gætt þess mjög vel, að lögunum væri hlýtt. Líka er sagt um lögreglustjórann á Ísafirði, að hann sé mjög eftirgangssamur um þetta og svo eru vafalaust fleiri; en hinir munu ekki vera færri, sem láta sér í léttu rúmi liggja um lögin.

Þá hafði háttv. þm. það á móti lögungum, að þau flæmdu ferðamenn frá landinu, en móti hagnaðinum sem við kunnum að hafa af ferðamönnum, verðum við að meta hagnaðinn, sem við óbeint mundum hafa af því að vin væri ekki til í landinu. Annara hefir reynslan ekki sýnt, að ferðamönnum hafi fækkað og er þó miklu örðugra að fá vín nú en áður. Eg veit ekki til að ferðamönnnum hafi fækkað síðan 1912, er bannlögin gengu í gildi.

Enn sagði háttv. þm., að ómögulegt væri að koma upp brotum gegn lögunum, enda hefðu Goodtemplarar ekki stutt neitt að því að brot á móti þeim kæmust upp. Hafi þeir ekki gert. það, þá er það líklega vegna þess, að þeir hafa treyst lögreglunni til þess að gæta þess, enda er það ekki þeirra skylda fremur en annara borgara að komast fyrir, hvort lögin séu brotin. Þeim ber ekki spæjaraskylda fremur en öðrum borgurum þjóðfélagsins. Það starf heyrir undir lögregluna. Hitt er rétt, að oft er erfitt að komast fyrir brot, en það er ekki erfiðara um bannlagabrot, en ýmis önnur, enda hefir háttv. þm. sannað það sjálfur. Hann hefir bæði vestra og eystra komist fyrir bannbrot, sem aðrir mundu ef til vill ekki hafa látið til sin taka. Góður lögreglustjóri getur gert mikið. Annars eru líklega öll lög brotin, meir eða minna, án þess að upp komist hvert brot, og hefi eg þó engan heyrt leggja það til, að öll lög beri þar fyrir að afnema, eða heldur háttv. þingm. t.d., að hver smá gripdeild í Suður-Múlasýslu komist upp? Nei, það er eg viss um, að svo góðan telur hann hvorki sig né Sunnmýlinga og hann hefir þó ekki enn farið fram á, að hegningarlögin yrðu numin úr gildi.

Háttv. þm. þótti sérstaklega erfitt að skera úr því, hvenær maður væri ölvaður, og spurði hver væri »ölvaður«. Það er vitanlega ekki gott að svara því í einu lagi, því að ölvan lýsir sér með ýmsu móti, en sæmilega sjáandi maður sér þó, hvort maður er ölvaður eða ekki, sé nokkur brögð að.

Þá sagði háttv. þingm. að fjárhagurinn þyldi ekki, að bannlögin væru lengur í gildi, en þar komst hann í mótsögn við sjálfan sig, því hann nefndi um leið vörutollinn sem nemur 600 þús. kr. um fjárhagstímabilið. Háttv. þm. má því trúa því, að skarðið er fult og meira en það.

Hitt skal eg játa með háttv. þingm , að það var ekki gætilegt að skella á þjóðina vörutollslögunum, en það var ekki mér að kenna að það var gert. Það lá fyrir þinginu frumv. um verðgjald, sem var miklu aðgengilegra en vörutollslögin, en það var felt.

Það er gömul setning, sem háttv. þm. var að fara með, að lögin væru skerðing á persónufrelsi. Hvaða lög ganga ekki meira eða minna nærri persónulegu frelsi manna?

Háttv. þingm. sagði, að lögin myndu ekki ná tilgangi sínum, og það má vera að svo verði, en fari svo, þá verður það ekki sízt að kenna slælegu eftirliti landastjórnar og lögreglustjóra Það má ónýta öll lög með slælegu eftirliti. Þingið ætti að taka, í taumana og leggja stjórninni fyrir að gæta laganna betur en hingað til.

Háttv. flutningsm. sagði, að bannvinir ættu að samþykkja till. af því, að hafi þeim fjölgað, þá sé sjálfsagt að lögin standi í gildi, en það mætti snúa þessu við og segja, að andbanningar ættu að láta lögin hlutlaus, því að sýni það sig að þau nái ekki tilgangi sínum, þá falli þau af sjálfu sér. Svona ættu andbanningar að hugsa og haga sér og það því fremur, sem lögin yrðu áreiðanlega sett á laggirnar aftur áður en þau kæmust í framkvæmd.

Að svo mæltu vildi eg mega segja nokkur orð um gæzlu bannlaganna af hendi stjórnarráðsins, og vík eg þá fyrst að umboðsbréfinu frá 2. Desbr. 1911, sem eg nefndi áðan. Skal eg með leyfi hæstv. forseta lesa upp póst úr því til lögreglustjóranna um framkvæmd bannlaganna.

Þar segir meðal annars:

»Þar sem svo er í 5. gr. (c: bannlaganna) ákveðið meðal annars, að skipstjóri megi ekki »veita« öðrum en skipverjum áfengi, þá má ekki skilja þetta svo, að skipstjóri megi ekki hafa gesti í boði, og veita þeim jafnframt áfengi, meðan hver sem vill getur veitt áfengi í landi« (sbr. Stj tíð. 1911. B, bls. 241).

Eg er háttv. þm. alveg samdóma nm það, að lögin eru hér brotin, því að í 5. gr. bannlaganna er kveðið svo að:

»Hann (c: Skipstjóri) skal og skýra frá, hvort og hve mikið áfengi hann hafi meðferðis sem skipsforða, en óheimilt skal honum, meðan hann er í höfnum inni eða í landhelgi við Ísland, að veita eða selja eða á annan hátt láta af hendi eða leyfa öðrum skipverjum að láta af hendi nokkuð af því áfengi, er til skipsforða er ætlað, til annara manna en þeirra, sem eru lögskráðið skipverjar.

Orðin »óheimilt skal honum . . . á annan hátt að láta af hendi . . . nokkuð af því áfengi, er til skipsforða er ætlað«, taka alveg tvímælalaust af skarið um það, að skipstjóra er óheimilt að láta áfengi af hendi á hvern hátt sem er til annara manna en Skipverja. Þetta ákvæði tekur því yfir það, er skipstjóri hefir gesti í boði á skipi sínu og »veitir« þeim vín. Það er fullkomið brot á bannlögunum, þar á er enginn vafi. Og þannig löguð boð hafa jafnvel ráðherrar setið.

Það er alt annað en vel fallið til þess að halda uppi virðingu fyrir lögunum, að æðstu stjórnendur landsins verða til að brjóta þau ? Og ekki nóg með það: Með umburðarbréfinu er jafnvel undirmönnum ráðherrans skipað að brjóta lögin !

Enn má nefna stjórnarráðstöfun, sem gerð var í Marzmánuði 1912 og Alþingi síðar vítti að nokkru leyti. Þá var frakkneskum manni leyft að flytja í hafnfest skip áfengi og geyma þar um stundar sakir. Þetta var og skýlaust brot á bannlögunum og get eg þar borið fyrir mig sama manninn, sem leyfði þetta. Með landsyfirréttardómi í vor er hliðstætt tilfelli óbeinlínis dæmt brot á bannlögunum. Þar er flutningur áfengis frá útlöndum inn á íslenzka höfn réttilega talinn brot á bannlögunum. Í landsyfirréttinum átti og á þó sæti sá maður, sem gaf út umburðarbréfið 2. Desbr. 19l1 og leyfði áfengisgeymsluna hér á höfninni í Marzmánuði 1912.

Út af nefndu leyfi var samþykt rökstudd dagskrá á siðasta þingi, sem vítti — að vísu mjúklega — ráðherra fyrir þetta. En hverju lætur landssjórnin sig það skifta? Það hefði mátt ætla, að hún mundi sjá að sér. Síður en svo! Nokkrum dögum eftir að in rökstudda dagskrá var samþykt, leyfði landstjórnin »Fálkanum« að flytja áfengi á land á Akureyri. Dagskráin var samþykt 13. Ágúst, en í September veitti núverandi ráðherra »Fálkanum« leyfið. Mér þykir leitt, að hæstv. ráðherra, sem eg heyri nú til í háttv. efri deild, skuli ekki vera hér viðataddur. Kannske einhver vilji segja honum til. Nú er eg kominn að honum.

Þessu tjóar ekki að mótmæla, því að eg hefi handa á milli bréf stjórnarráðsins til stórtemplars, dags. 22. Okt. 1912, þar sem stjórnarráðið endursendir kæru, er fram hafði komið út af þessu broti, og segist ekki taka kæruna til greina.

Þetta leyfi er því merkilegra, sem nóg er til í landinu af áfengu öli. (Guðmundur Eggerz: Það er ódrekkandi). Eg hefi þó séð háttv. þm. drekka það og ekki gretta sig.

5. Júní þ. á. leyfir stjórnarráði mælingarmönnunum dönsku enn fremur að flytja brennivín og whisky á land í Stykkishólmi. Um það verður ekki deilt, því á strjórnarráðið hafði skrifað þetta á farmbréfið: »Innflytjist tollfrítt, þar á meðal ákavíti«. Þessi innflutningur var ekki nauðsynlegri en á Akureyri, því að nóg brennivin og whisky var og er til í Stykkishólmi.

Allar þessar undanþágur eru að mínu Viti ugglaus lagabrot, og skal eg því til sönnunar með leyfi hæstv. forseta lesa upp 2. gr. bannlaganna. Hún hljóðar svo:

»Heimilt skal stjórnanda eða eiganda iðnaðarfyrirtækis, efnarannsóknarstofu, náttúrugripasafna eða annara þvílíkra stofnana, að flytja frá útlöndum vínanda eða annað áfengi til iðnþarfa og verklegra nota í stofnuninni. Svo skal og heimilt, að flytja til landsina vínanda, sem ætlaður er til eldaneytis. Lyfsölum og héraðslæknum skal og heimilt að flytja til landsins vínanda þann og annað áfengi, sem þeim er skylt að hafa til læknisdóma samkvæmt inni almennu lyfjaakrá. Enn skal smáskamtalæknum heimilt að flytja frá útlöndum smáskamtalyf með vínanda í, ef pöntun þeirra fylgja meðmæli hlutaðeigandi lögreglustjóra og sóknarpresta. Að lokum skal próföstum þjóðkirkjunnar og forstöðumönnum annara kirkjudeilda heimilt að láta flytja frá útiöndum messuvín, er nauðsynlegt sé til altarisgöngu, þótt í því sé meira af vínanda en 21/4%.

Með þessu ákvæði sjá allir, að tæmd er til fulls heimildin til innflutnings á áfengi. Um það ætti enginn að verá í vafa, allra sízt sá sem heita vill löglesinn. Greinin tínir upp heimildirnar lið fyrir lið, og sannaat þar, svo sem mest má verða setningin: »inclusio unius, eaclusio alteríus«.

Það er ekki að búast við góðri löggæzlu af hendi lögreglustjóranna, þegar stjórnin sjálf veitir slíkt fordæmi, enda hefir landstjórn vor sjaldan tekið hart á drykkjuskap. Drykkjuakapur meðal embættismanna er nú að vísu að mestu leyti úr aðgunni, en þó gætir hans sumstaðar enn. Þannig er sagt að hans kenni rétt undir handarjaðri ráðherrans. Og kunnugt er, að hans gætir enn víðar. Séð hefi eg t.d. lækni reika hér um göturnar um hábjartan dag, og sagt er, að 2 prestar hefðu haft of mikið í kollum á nýafstaðinni synodus. Þá liggur það heldur ekki í láginni, að maður einn í hvítu húsi nálægt stjórnarráðinu sé um of hneigður til vínnautnar.

Þetta afskiftaleysi stendur annars í sambandi við slælegt eftirlit með embættismönnum yfirleitt. Þannig er mér sagt, að einn af stærstu gjaldheimtumönnum landssjóðs hafi árum saman verið laus við eftirlit um eina grein embættis síns, og það eftir samkomulagi við einn ráðandi mannin í stjórnarráðinu.

Það sýnist svo sem stjórninni þyki það mestu skifta að sitja, enda til þess oft, bæði nú og fyr, höfð flest spjót úti.

Eg get, sem sagt, samsint háttv. flutningsmanni um það, að laganna. sé ekki gætt sem skyldi. En þótt svo sé nú, þá getur það batnað, einkanlega ef stjórnin væri brýnd að gæta laganna betur en hingað til. Hvorttveggja er nauðsynlegt, bæði að brýna stjórnina til eftirlits, og ekki síður hitt, að fá reynslu um lögin. Reynslan er nauðsynleg frá beggja sjónarmiði, bannvina og andstæðinga bannsins- Reynsla laganna er nauðsynleg fyrst og fremst vegna nytsemdar þeirrar, sem af þeim mun leiða, verði þau haldin. Í öðru lagi er reynsla nauðsynleg vegna sóma þjóðarinnar. Bannið er á komið samkvæmt óskum þjóðarinnar. Málið var borið undir þjóðina og hlaut þá meira hluta atkvæða, 4900 greiddra atkvæða gegn 3250. A þinginu voru lögin líka samþykt með miklum meiri hluta í Nd., 18 atkv. gegn 6, en í Ed. með 9 gegn 4. Hér er því um svo alment fylgi að ræða, að óforsvaralegt væri að fleygja lögunum nú þegar að óreyndu, ekki sízt þegar þess er gætt, að aðrar þjóðir oss nákomnar, eru nú að undirbúa bann hjá Sér. T. d. hefir forsætisráðherra Svía tekið aðflutningsbann áfengis upp á stefnuskrá sina og konungsefni Svía er því mjög fylgjandi. Enn fremur hefir einn af helztu stjórnmálamönnum Dana lýst yfir því nýlega, að hann tæki að flutningsbann á stefnuskrá sina, Þetta sýnir, að það eru fleiri en Íslendingar, sem vilja hafa aðflutningsbann á áfengi.

Þetta sem eg nú hefi sagt, ætti að nægja til að sýna, að oss er eigi að eins vegna reynslunnar eða öllu heldur reynsluleysis ótækt að afnema bannlögin nú, heldur liggur sómi vor við, ef vér gerum það að óreyndu.

Eg veit nú ekki, hvort mínum háttv. vini og sessunaut þykir spá sín hafa ræzt, sú er hann spáði í upphafi ræðu sinnar, að eg mundi verða til þess að greiða atkvæði með tillögu sinni. Um það getur hann sannfærst enn frekara er hann heyrir tillögu til rökstuddrar dagskrár, sem eg ætla hér með að lesa upp og síðan mun afhenda hæstv. forseta. Tillagan hljóðar svo:

»Neðri deild Alþingis skírskotar til rökstuddrar dagakrár sinnar 13. Ágúst f. á. og telur það jafnframt mjög aðfinsluvert, að landsstjórnin leið innflutning áfengis til Akureyrar í September f. ár og aftur til Stykkishólms í Júní þ. á., jafnvel áfengis, er fáanlegt var og er í landinu.

Þó að landsstjórnin hafi eigi framfylgt aðflutningsbanninu sem skyldi, telur deildin nauðsynlegt, að bannlögin verði reynd, en ábyggileg reynsla fæst því að eina um lögin, að þau fái að standa í óröskuðu gildi hæfilega lengi yfir 1. Janúar 1915.

Fyrir því tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá og felur stjórninni jafnframt framkvæmd bannlaganna til rækilegrar gæzlu.

Eg bið forseta að skifta atkvæðslunni, þannig að 1. málsgr. verði borin upp sér, og óska nafnakalls um báða liði dagakrárinnar. Skifting atkvæðagreiðslu er nauðsynleg.