21.07.1913
Neðri deild: 15. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 309 í C-deild Alþingistíðinda. (258)

62. mál, rafveita fyrir Seyðisfjarðarkaupstað

Flutn.m. (Valtýr Guðmundsson):

Eina og kunnugt er, hefir á síðari árum Vaknað mikill áhugi hér á landi til þess að nota vatnsafiið meira en gert hefir verið, sérstaklega til lýsingar. Þetta verður að teljast mjög heillavænleg stefna. Mér er sagt, að raflýsing sé viða í aðsigi eða þegar komin á. Í Hafnarfirði og á Eskifirði er þegar komin á raflýsing. Í Vík og á Siglufirði er raflýsing ráðgerð. Á Seyðisfirði er hún svo langt komin, að raftaugar hafa þegar verið lagðar inn í húsin, og ráðgert, að verkið verði fullgert í miðjum September næstkomandi. Það er ljóst, að þegar um slík nývirki er að ræða, þarf lagaákvæði, almenn lög um land alt. En nú ber svo bráðan að fyrir Seyðisfjarðarkaupstað, að þetta má ekki dragast, en þingmenn hins vegar svo miklum störfum hlaðnir, að tæplega mundi vinnast tími til að semja almenn lög um þetta efni; fyrir því er nauðsynlegt, að sett séu bráðabirgðalög um þetta, líkt og gert var um vatnaveituna í Reykjavík; um hana voru sett bráðabirgðalög, en síðan almenn lög um vatnsveitur. Svipaða leið ætti að fara hér. Í lögunum þurfa að vera reglur um gjöld, innheimtu, lögtak og því um líkt. Enn fremur þarf að veita einkaréttindi, til þess að aðrir risi ekki upp til þess að keppa við bæinn.

Um þetta frumv. er það að segja, að að það er samið samkvæmt tillögum raflýsingarnefndarinnar á Seyðisfirði; það er aðallega sniðið eftir Vatnsveitulögunum, hefir verið leitað álits landsverkfræðingsins um það, og hann ekkert fundið við það að athuga.

Eg hefi heyrt utan að mér, að sumum þyki óviðkunnanlegt að brúka orðið “veita„ í þessu sambandi. Það get eg ekki fallist á. Það ríður á því, að þegar ný orð eru tekin upp, þá séu orðin létt og lipur. Þetta orð “veita„ er causativum til vita og þýðir að beina einhverju í vissa stefnu, og fellur því vel saman við dönsku orðin “Vandledning„=Vatnsveita og “elektrisk Ledning„, = rafveita. Um orðið “raf„ í “rafveita„ er það að segja, að það er stutt og lipurt og auk þess orðið títt í samsetningum, sbr. t. d. rafljós, raflýsing o.fl. Það fellur líka saman við uppruna ina evrópeiska orðs Electricitet, sem komið er af gríska orðinu “elektron„ sem þýðir raf; þar kemur ekkert “magn„ inn . í. Ef til vill færi betur á því að breyta orðunum “rafmagnslampar„ og “rafmagnstæki„ í 3. gr. frv. í “raflampar„ og “raftæki„. Eg skal í þessu sambandi minna á orðið sími, sem þýðir strengur eða þráður; nú kemur víst engum í huga, að það þýði annað en fréttaþráður. — Þessa hefi eg getið vegna þess, að eg hefi heyrt, að sumum þættu orðatiltæki frvs. óviðkunnanleg.

Eg hefi heyrt, að von væri á líku frv. fyrir Eskifjörð, og verður þá ef til vill sett nefnd til að íhuga bæði þessi frumv.