09.09.1913
Neðri deild: 55. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2351 í C-deild Alþingistíðinda. (2588)

86. mál, aðflutningsbann á áfengi

Ráðherrann (H. H.):

Mér þykir leitt, að eyða tímanum í þetta þras. En eg verð að benda á, að eg hefi aldrei haldið því fram, að sendikonsúlar hefðu exterritorial-rétt. Ef þeir hefðu exterritorial rétt, þá hefði engum dottið í hug að sækja um undanþágu frá bannlögunum fyrir þá. (Jón Ólafsson: Þá nær þjóðarétturinn ekki til þeirra). Jú, hann nær til allra. En eg sé ekki ástæðu til að vera skattyrðast um þetta; það leiðir hvort sem er ekki til neins. En það gegnir furðu, að eins skarpur maður og háttv. l. þm S.-MúI. (J Ól.) skuli halda að þetta tvent sé eitt og ið sama. Það er sitt hvað, og mig furðar að honum skuli detta í hug, að þessi orð er hann nefndi úr bréfi frakkneska sendiherrans, þýði nokkuð um það.