23.07.1913
Neðri deild: 15. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 310 í C-deild Alþingistíðinda. (259)

62. mál, rafveita fyrir Seyðisfjarðarkaupstað

Jón Ólafsson:

Herra forseti ! Eg skal ekki fara út í einstök atriði þessa frumvarps, eina og háttv. flutningsm. (V. G.), að eina vil eg benda honum á það, að ekki er vert að breyta “rafmagnslampi„ í “raflampi„, því að “raflampi„ þýðir lampi steyptur úr rafi.

Eg stóð upp til þess að leggja til, að nefnd sé komin í málið; það þarf ekki mikla fyrirhöfn að kosta að laga svo frumvarpið, að það geti orðið að almennum lögum. En þeirra er nú þörf, því að víða er nú verið að koma upp raflýsingum, ekki að eins á Seyðisfirði, heldur og víðar, t. d. í Vík í Mýrdal o.fl. kauptúnum að sögn. Eg geri það að tillögu minni, að málið sé lagt í 5 manna nefnd.