11.09.1913
Neðri deild: 57. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2390 í C-deild Alþingistíðinda. (2624)

86. mál, aðflutningsbann á áfengi

Eggert Pálsson:

Eg játa það með hæstv. ráðherra, að 800 pottar eru nokkuð mikið fyrir einhleypan mann. En úr því að kvantum er tiltekið er það miðað við venjulegar heimilisþarfir. Enda má og segja, að takmörkunin í breyt.till. á þgskj. 806 »hæfilegur« sé nokkuð óákveðið. Hver á að meta hófið ?

Till. á þgskj. 792 hefir líka aðra takmörkun en pottafjöldann, sem sé styrkleikann, en fyrir honum er ekkert takmark sett, eftir breyt.till. hæstv. ráðherra.

Það sem mér gerir, að eg fylgi till. á þgskj. 792, er það, að eg veit, að hún fær fremur fylgi bindindisvina. Það var einmitt einn sá ákafasti bannmaður, sem kom fram með þessa brt. í Ed., en fyrir klaufaskap atvikaðist það svo, að hún komat ekki fram við atkv.gr. þar. Eg var sjálfur viðstaddur og get borið um þetta.

Annars skal eg ekki þrátta um þetta. Eg get ekki verið með till. á þgskj. 806 vegna þess, að þá tel eg vonlaust um, að frumgarpið nái fram að ganga, og þar með féllu þær greinir, sem, eins og eg tók fram áðan, fyrir mér eru og hafa verið aðalatriði málsins.