11.09.1913
Neðri deild: 57. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2394 í C-deild Alþingistíðinda. (2628)

86. mál, aðflutningsbann á áfengi

Ráðherrann (H. H.):

Lengi má steininn klappa. Annar segir klipt, hinn skorið. Hvað sem líður lögskýringum prófessorsins, þá þætti mér gaman að því að vita, hvernig hann ætlar að afstýra því, að t.d. herskip taki til sín vín úr öðru herskipi hér á höfninni. Mundi það vera lagabrot? Efni í þjóðarþrætur? Casus belli? Ætli það yrði ekki lítið úr kenningu hana í því tilfelli ?

Það er eg, sem hefi laukrétt fyrir mér, en háttv. 1. þingmaður Rvk. (L. H. B.) rangt.