21.07.1913
Neðri deild: 15. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 311 í C-deild Alþingistíðinda. (263)

63. mál, skipun læknishéraða o. fl.

Flutningsm. (Halldór Steinsson):

Ég þarf ekki að vera langorður um þetta frv. Það er sams konar frv., sem eg flutti hér á síðasta þingi og komið hefir inn á hvert þing frá og með þinginu 1909. Aðalástæðan fyrir þessu frv. er sú, að Hnappdælingar eru óánægðir yfir því, að í lögunum 1907 er lækni þeirra gert að skyldu að sitja í Borgarnesi, það er á héraðs enda. Ef þeim lækni væri gert að skyldu að sitja ( miðju héraðinu, þá væri frumv. þetta ekki nauðsynlegt. En nú eru engin líkindi til að kostur sé að flytja lækninn úr Borgarnesi, því að bæði eykst þar fólksfjöldi og umferð ferðamanna. Þess vegna er þetta frv. nauðsynlegt, eins og nú stendur. Vænti eg, að háttv. deild taki frv. eins vel og á síðasta þingi. Með því að nefnd hefir verið skipuð í tvö sama konar mál hér í deildinni, þykir mér hlýða, að þessu frumv. sé vísað til þeirrar nefndar, og geri það að till. minni.