11.09.1913
Neðri deild: 57. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2476 í C-deild Alþingistíðinda. (2655)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Ráðherrann (H. A.):

Mótbárur háttv. þm. Sfjk. (V. G.) móti tillögu nefndarinnar um það, að fella burtu þær 14000 kr., sem h:íttv. Ed. hefir bætt inn í fjárlögin til þess að kaupa símastöðvarhúsið á Akureyri, koma mér til þess að bæta nokkrum orðum við ræðu háttv. framsögumanns. Háttv. þm. Sfjk. sagði, að sér skildist svo, að fleiri þræðir bættust við í grend við stöðina inni á Akureyri en út á við til Oddeyrar og að þeim fjölgaði þar lítið. Þetta er alveg þveröfugt við það sem er í raun og veru, og sýna þessi ummæli, að háttv. þm. hlýtur að vera gersamlega ókunnugur því, sem hann er að tala um.

Sannleikurinn er sá, að símastöðin liggur hér um bil á, enda bæjarsímakerfisins, sem er afarmikið á lengdina, en lítið á breiddina. Kaupstaðurinn, sem talsímakerfið nær yfir, er eins og kunnugt er, tvískiftur, Akureyri innar og Oddeyri utar, með langri strandlengju á milli. Eg man ekki vegalengdirnar, en þar eru 20 mínútna hraður gangur eða vei það frá Akureyri út á Oddeyri, í miðja bygðina. Fyrir framan stöðina, í »Fjörunni« svo nefndri, eru að eins örfáir símanotendur; flestallir eru fyrir utan hana, og langflestir alla leið úti á Oddeyri. Það eru ekki að eins tífalt fleiri tvöfaldir þræðir, sem liggja út á bóginn, heldur líka tífalt lengra þræðir. Af þessu sést, hve afarmikil eyðsla á koparþræði það er, að hafa stöðina þar sem hún er. Þetta var ekki fyrirsjáanlegt í fyrstu, en þannig hefir símanotkunin orðið í reyndinni. Utan til í bæjarumdæminu, þar sem meginþorri notenda er, er afarmikil óánægja yfir því, að stöðin skuli vera svona illa sett fyrir þá og fjarlæg þeim, og í seinni tíð hafa komið fram kærur og ákafar óskir um, að stöðin sé flutt í centrum kerfisins, á Torfunef, sem er mitt á milli kaupstaðarhlutanna.

Þegar landsímastjóri gerði þennan margumtalaða samning 1910, að áskildu samþykki Alþingis 1911 og auðvitað stjórnarinnar fyrst, þá var munurinn á bæjarhlutunum og símanotkun þeirra ekki orðinn eins mikill eins og nú. »Loftkabel« hafði verið lagt á milli, og í því voru eftir margir ónotaðir þræðir, sem hann hélt að mundu nægja um all-langt skeið. En nú er alt upptekið, og ekki unt að fullnægja eftirspurninni frá nýjum notendum ytra, án þess að kaupa nýtt, dýrt loft-kabel alla leið frá stöðinni, því af lausum þráðum kemst ekki meira á ataurana. Væri stöðin flutt út á Torfunef, gæti það Kabel verið helmingi styttra.

Landsímastjórinn, sem telur sig lausan við samningsuppkastið frá 1910, þegar af þeirri ástæðu, að kaupin hafa ekki verið samþykt af stjórn og þingi 1911, hefir lagt það til, að bygt væri nýtt hús við Torfunef handa símanum, en stjórnin vildi eigi fallast á það, að þörf væri á nýrri bygging, heldur mætti fá nóg húsnæði til leigu, ef nauðsynlegt yrði álitið að flytja stöðina. Bréf hans um þetta var því sent til fjárlaganefndar neðri deildar, og jafnframt barst henni frá stjórnarráðinu erindi frá eiganda núverandi símastöðvarhúsa um kaup á hans húsi, sem hann hafði beint til stjórnarráðsins. Nefndin bað um ákveðnar tillögur stjórnarinnar, og stjórnarráðið svaraði þannig, að það áliti enga þörf á því, að veita fé, hvorki til þess að kaupa hús né byggja nýtt hús, og gat þess jafnframt, að svo framarlega sem nauðsynlegt yrði álítið að flytja stöðina, þá væri fengið tilboð um ágætt húsnæði fyrir miðstöð í húsi Íslandsbanka á Torfunefi, með vægum leiguskilmálum, en fullri trygging fyrir því, að ekki þyrfti að flytja aftur í náinni framtið. Eftir þetta synjaði fjárlaganefndin hér um fé til húskaupanna og þar með áleit eg þetta mál úr sögunni. En svo setur efri deild inn í fjárlögin, án þess að leita álits símastjóra né landstjórnar — 14000 kr. fjárveiting til þess að kaupa það hús, sem síminn er nú í, að því er mér skilst aðallega af þeirri ástæðu, að það væri svo ákaflega dýrt að flytja þræðina.

Sá maður, sem nú er settur símastjóri, kom rétt nýskeð til mín og skýrði mér frá, að það sem sparaðist við það, að hafa stöðina miðja vega milli Akureyrar og Oddeyrar, mundi nema meiru en flutningskostnaðinum, auk þess sem þá mundi árlega sparast talsvert fé fyrir landið. Sagði hann jafnframt, að þó að þetta hús kostaði ekki nema 14.000 kr., þá væri ekki þar með nóg, því að ef það væri keypt, yrði að gera við það fyrir alt að 3000 kr. í viðbót. Mér er ekki kunnugt um virðingargerð á húsinu, en þó að eg viti, að það er í sjálfu sér gott hús, bygt úr góðu efni og nýlegt, þá get eg búist við því, að það sé rétt, að það þurfi viðgerða við. Eftir þessu mun húsið standa landssjóði í alt að 17.000 kr., ef það er keypt, auk ins aukna kostnaðar við helmingi lengra loft-kabel og lengri þræði þar fyrir utan.

Á þessum útgjöldum ætti því siður að vera þörf, sem landið hefir leigusamning um núverandi stöðvarhús, óuppsegjanlegan af eigandans hálfu í 10 ár, og getur því, ef það vill afsala sér þráðarsparnaðinum við að flytja stöðina, haft hana áfram í því húsi í friði, án 17000 króna framlags til kaupa og viðgerða.

Þó að eg játi það, að ið umrædda kaupsamninga-uppkast landsímastjóra kunni með nokkrum rétti að hafa vakið vonir hjá eiganda hússins um það, að húsið yrði keypt, þá liggja ekki fyrir sannanir um það, að hann tapi neinu, þótt húsið sé ekki keypt. Það er þvert á móti ólíklegt, ef húsið er svo gott, sem af er látið. En jafnvel þótt hér kynni að vera um eins konar samningsrof að ræða og skaðabóta-skyldu þar af leiðandi, þá álít eg betra fyrir landssjóð, að bæta skaðann með einhverju fé, en að taka fram fyrir hendurnar á hlutaðeigandi stjórnarvöldum í þessu máli og skipa þeim að gera það, sem þau álíta rangt í teknisku tilliti, og fjárhagslega skaðlegt fyrir landssjóðinn. Slíkt álít eg misbeiting löggjafarvalds.

Ekki get eg heldur verið samþykkur háttv. þingmanni Seyðfirðinga um járnbrautarmálið. Ef ekki á að leggja það mál algerlega á hilluna — og það vill háttv. þingmaður þó ekki — þá verður að veita til frekari undirbúnings þess meira en þessar 4000 kr., sem tillaga hv. 2, þingmanns Húnv. fer fram á. Það er nauðsynlegt að gera eitthvað til þess að beina þessu máli í áttina og þá liggur fyrst fyrir að útvega vanan járnbrautarverkfræðing frá útlöndum til þess að leggja síðustu hönd á rannsóknirnar, ekki af því eg álíti ekki þá verkfræðinga, sem um þetta hafa fjallað, fullhæfa og áreiðanlega, heldur af hinu, að út á við mundi hitt þykja tryggilegra til samninga, ef vanur járnbrautamaður hefði samþykt áætlun þeirra og undirbúningsmælingar. Auk þess er enn eftir að »nivellera« allmikið af járnbrautarstæðinu austur að Þjórsá, og hefir áætlunin um þann hluta hingað til verið bygð eingöngu á ágizkun.

Að ætlast til þess, að eitthvert útlent félag geri þessar síðustu rannsóknir á sinn kostnað, er ekki rétt athugað. Eg get ekki búist við því og álít það ekki æskilegt heldur, að félag, það sem á sínum tíma tekur að sér þessa járnbrautarlagningu, yrði algerlega útlent félag. Réttast Væri að það yrði innlent félag, sem fengi peningana til þess frá útlöndum, og þá yrði það félag að kosta þessar rannsóknir, ef landssjóður gerir það ekki, því að ekki mundu bankarnir, sem útvega eða lána því peningana, gera það. En efnahag vorum er nú svo farið, að fáir hér eru svo auðugir, að það mundi ekki draga úr lönguninni til þess að bindast fyrir málið og taka »concession«, ef sá böggull fylgdi skammrifi, að þurfa að kosta fyrst þessar rannsóknir úr eigin vasa.

Það eru því alveg sérstakar ástæður til þess hér, að landið taki þetta að sér, og þess vegna er eg með brtill. nefndarinnar, og álít féð, sem þar er stungið upp á, alls ekki of mikið, því að auk þess sem eftir er að rannsaka allmikið, þarf líka að leggja fram kostnað til þess að leita útlendrar aðstoðar til fyrirtækisins, og má búast við því, að til þess þurfi að leita víðara en í næstu löndum.

Og þeir menn, sem sendir yrðu í þeim erindagerðum, yrðu ekki einungis að fá nóg té til þess að borga fyrir sig á gistihúsum, þeir yrðu líka að hafa eitthvað fyrir snúð sinn — eitthvert ofurlítið kaup fyrir vinnu sína.

Eg álít þess vegna, að allir, sem eru málinu hlyntir, hljóti að greiða atkvæði með hærri upphæðinni — átján þúsund krónum. Það er ekki hægt, með því svona langt er komið málinu, að fara neinn milliveg héðan af, annað hvort verður að fella allar fjárveitingar í þessu skyni, eða þá að veita annað hvort 4000 kr. eða 18.000 kr., eftir þeim tillögum, sem fyrir liggja.

Þá vildi eg minnast á eitt litið atriði. Háttv. 2. þm. G.- K. (Kr. D.), mælti með því að landið keypti fyrir 1750 kr. vitajörðina á Reykjanesi. Mér er ókunnugt um undirbúning þessa mála. Það getur verið að vitamálastjóri hafi tjáð eig þessu hlyntan, en þessi tillaga kemur dálítið flatt upp á mig. Eg áleit að þessi málaleitun hefði átt að koma frá eiganda jarðarinnar beint til stjórnarráðsins. Hitt er ekki heppilegt að þetta komi nú fram hér við eina umr. fjárlaganna. Eg veit ekki, hvort þetta er hæfilegt verð eða ekki, en hitt veit eg, að landsjóður er trygður með samningi hvað vitann snertir, óuppsegjanlegum af jarðareiganda hálfu. Landið borgar eigandanum 75 kr. á ári og það er ekki meira en renturnar at þessu kaupverði, svo eg skil ekki, hvern hag landið ætti að hafa at kaupunum. Og þess vegna held eg að vel mætti bíða átekta með þetta mál að sinni.

Háttv. 1. þm. G.-K. (B. Kr.) hélt því fram enn, að það, hvort Eimskipafélag Íslands geti komist á fót eða ekki, sé algerlega undir því komið, hvort strandferðaskilyrðinu sé kipt burtu eða ekki.

Jafnramt sagði hann að það, hvort félagið gæti tekið að sér strandferðirnar eða ekki, væri komið undir því, hvort landesjóður gæti útvegað þetta 400 þús. kr. lán til aktíukaupa eða ekki. Fyr en stjórnin hefði lýst yfir því að sú upphæð fengist, væri engin vissa fyrir því að samningar tækjust við félagið um strandferðirnar. Eg vildi segja út af þessu, að hér kennir alveg óvænts barlóms h já háttv. þm. Eg veit ekki betur en að sagt hafi verið hér um daginn, að forstjórar beggja bankanna væru fúsir til að hlaupa undir baggann með landssjóði, ef hann fengi ekki lán til aktiukaupanna annarsstaðar, og eg fyrir mitt leyti held, að jafnvel þó að bankarnir hér gætu nú ekki aðstaðið, þá hefði stjórnin einhver ráð með að merja út lánið, ef hún hefði óbundnar hendur um kjörin. Félaginu er alveg óhætt að setjast á laggirnar landssjóðeina vegna. Hann skal standa við orð þingsins.