21.07.1913
Neðri deild: 15. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 319 í C-deild Alþingistíðinda. (267)

60. mál, skoðun vitastaðar á Straumnesi

Flutningsm. (Skúli Thoroddsen):

Um þetta málefni þarf í raun og veru engum orðum að eyða, þar sem öllum er væntanlega auðsæ nauðsyn þess, að skoðað sé vitastæði á Straumnesinu, og gerð kostnaðaráælun um vitabyggingu þar.

Eg hefi komið fram með þessa þingsályktunartill. eftir ósk kjósenda minna, og fer hún því einu fram, að vitastæðið sé skoðað og gerð kostnaðaráætlun um byggingu vita, því að það er vitanlega það fyrsta, sem gera þarf. En auk þess hefir verið lögð fram á lestrarsalinn áskorun frá skipstjórum á botnvörpungum um nauðsyn þess, að reistur sé viti á Straumnesinu.

Í áskorun þessari, sem er undirskrifuð af 13 skipstjórum, er það tekið fram, að í svartasta skammdeginu, Nóvember, Desember, Janúar og Febrúarmánuðum, sé aðalveiðistöð þeirra fram undan Straumnesi, og fullyrða þeir, að meiri þörf sé á vita á Straumnesi, heldur en jafnvel á Ingólfshöfða.

Ennfremur hefir og verið lagt fram á lestraraslinn bréf frá Fiskifélagi Íslanda, sem er þessu máli mjög fylgjandi.

En auk botnvörpunga og þilskipa (innlendra og útlendra) etunda opnir bátar einnig að mun fiskiveiðar á þeim stövum, að viti á Straumnesinu myndi og Verða þeim að liði, enda eigi ótítt, að vélarbátar úr Djúpinu verða að hleypa til. Aðalvíkur, er veðurstöðu svo háttar.

En auk þess sem fiskiveiðaflotinn innlendi þarfnast þess mjög, að reistur sé Viti á Straumnesi, þá er það og eigi síður nauðsyn vegna siglinganna, þ. e. nauðsyn fyrir strandferðaskipin, sem leið eiga þar framhjá, sem og allra annara skipa, er fara norður og vestur um land, eða koma norðan um Horn.

Eg vil því mæla sem bezt með tillögu þessari, og vona að hún nái samþykki deildarinnar.